Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Side 130

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Side 130
D ó m a r u m b æ k u r 130 TMM 2012 · 2 Hillurnar uppi undir lofti voru yfirfullar af bókum, kertastjökum, blómavösum, teppum, litlum hirslum með smádóti, styttum, tímaritum og pottaplöntum og sköpuðu ógnvænlegt mótvægi við ann- ars tómleg húsakynnin“ (113). Það er því ljóst að maðurinn er ekki í góðu jafnvægi (bókstaflega eiginlega, með þessum undarlegu jafnvægiskúnst- um hlutfalla á heimilinu) og því þarf ekki að koma á óvart að ‚koss‘ Elísabetar hefur róttæk áhrif. Hér ber að benda á að Guðrún Eva býður okkur uppá tvær leið- ir til að skilja söguna, annarsvegar útfrá útgáfu Elísabetar um kraftbirtinguna og hinsvegar útgáfu Davíðs, sögumannsins, sem hafnar öllu slíku og vill meina að móðir hans hafi einfaldlega neytt eitur- lyfja í óhóflegu magni og að ástæðan fyrir atburðarásinni sem hefst í kjölfar kossins sé vegna áhrifa eiturlyfja á Jón. Og þó. Það kemur fljótt í ljós að Davíð er ekki alveg eins viss og hann vill vera láta, enda fjallar bókin að hluta til um hann sjálfan og samband hans við þessa sérstæðu móður, og þarmeð einhvers- konar leit hans að sjálfum sér. En það er ekki bara heimili Indi og Jóns sem minnir á vísindaskáldskap, sjálf saga Guðrúnar Evu er dulítill vís- indaskáldskapur, eða fantasía. Atburð- irnir sem Davíð er að rifja upp og skrá- setja gerast árið 2003, en það ár hefur Kötlugos staðið yfir með hléum í tvö ár og valdið gífurlegri eyðileggingu á Suð- urlandi. Það verður því strax ljóst að Guðrún Eva er að leiða lesanda inn í heim sem er örlítið til hliðar við okkar þekkta veruleika, sem þó er svona almennt séð uppistaða verksins. Tími sögunnar, þegar Davíð skráir hana, er þrettán árum síðar, það er að segja í nálægri framtíð, árið 2016. Sá tími kemur þó ekkert við sögu, utan að fjöl- skylda Davíðs er annað slagið nefnd. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Guð- rún Eva fer með lesanda fram í tímann, en í Fyrirlestrinum um hamingjuna (2000) endar sagan á því að Surtsey sekkur í sæ, þegar aðalsöguhetjan, sem fæðist á sama degi og Surtsey reis úr hafi, er orðinn fullorðinn maður. Sú saga segir reyndar einnig frá nokkuð óvenjulegum fjölskyldusamböndum og heimilislífi, en slík eru reglulegt tema verka Guðrúnar Evu. Davíð er ættleiddur sonur Elísabetar, argentínskur að uppruna. Móðir hans, sem ung ákveður að lifa lífinu til fulls – enda býr hún yfir þessum einstæða krafti kossins – flakkar með hann um heiminn þar til þau setjast að á Íslandi og hún hefur fyrst nám og síðar kennslu við Listaháskólann. Lýsingin á henni lagar sig fullkomlega að staðalmyndum ýktrar listakonu af sextíu-og-átta kyn- slóðinni, hún gengur í litríkum fötum, gefur skít í hið smáborgaralega líf og heldur linnulaus partý – mætir jafnvel full í vinnuna, en fær séns af því hún er svo sjarmerandi og skemmtileg (og af því að listaheimurinn er svo líberal). Þó mikil áhersla sé lögð á að draga fram hversu heillandi Elísabet er – Davíð staldrar við í miðri frásögn til að ítreka þetta – þá er ljóst af lýsingum hans að hún er gallagripur, manipúlatíf og ágeng, og laus við alla ábyrgðartilfinn- ingu. Þegar atburðir sögunnar gerast hefur sonurinn misst alla trú á mömmu sinni (meðal annars vegna þess að hann hefur fundið eiturlyf í fórum hennar og uppgötvar að kraftbirting kossins gæti átt sér hversdagslegri skýringar) og end- anlega slitnar upp úr samskiptum þeirra þegar hún reynir að koma ‚kossinum‘ á hann, í senu sem hefur óþægilega undir- tóna sifjaspells og misnotkunar. Það er því ljóst að Elísabet, fulltrúi sköpunarkraftsins, er ekki persóna sem lesandi öðlast mikla samúð eða sam- kennd með. Hinn fulltrúi listarinnar,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.