Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 29
H v í t i g e l d i n g u r i n n
TMM 2012 · 2 29
Geldingnum var frjálst að eiga öll þau samskipti sem hann lysti við þessar
stúlkur og stundum sat hann hjá þeim í skuggunum og hlustaði á samræður
þeirra um karlmenn, fyrra líf þeirra og hvað framtíðin bæri í skauti sér. Að
nokkrum mánuðum liðnum var hann farinn að skilja og tala arabísku. En
hann þreyttist auðveldlega á því að tala, tungan þykknaði og dofnaði uppi
í honum og kjálkinn seig. Á slíkum stundum fannst honum líkt og andlit
hans yrði hola sem hver sem er gæti gengið inn í og svívirt hann á hvaða
hátt sem væri, en það gerðist ekki – ekki á daginn að minnsta kosti. Sam-
komulag hans og stúlknanna var gott, enda stóð þeim ekkert annað til boða.
Þó að kerlingin sem hafði kynnt fyrir honum starfið í garðinum væri yfirleitt
hvergi sjáanleg var eins og hún vissi af öllu sem þar færi fram. Einu sinni á
dag, yfirleitt á morgnana, afhenti hún honum skipanir dagsins og tók þær
kvennanna á eintal sem var álitið að hefðu brotið af sér. Stöku sinnum kom
fyrir að útdeilt var refsingum. Í eitt skipti voru fjórar kvennanna sem höfðu
átt í illdeilum hver við aðra flengdar af geldingnum – sem hlýddi því sem
honum var sagt að gera. Þegar húðin sprakk og þeim byrjaði að blæða var
honum skipað að hætta. Í annað skipti var sýrlensk stúlka sem hafði neitað
að hlýða bundin nakin við jörðina undir brennandi hádegissól, skapabarm-
arnir teygðir í sundur og festir með klemmum við nárann, látnir stikna þar
til blöðrur lokuðu rifunni á henni.
Auk hinnar kvenlegu nærveru hafði Finnur stundum félagsskap af öðrum
geldingi sem var rússneskur en þó hvorugur af Rússunum tveimur sem
höfðu orðið honum samferða frá Ítalíu. Rússinn hét Momir Stechkin, kall-
aður Mom, og var hávaxinn og ljóshærður eins og Finnur; hann hafði dvalið
alla sína ævi í Moskvu þar til hann þáði boð vingjarnlegs araba um hótel-
starf í Saudi Arabíu. Þar var hann seldur á markaði til höfðingja bedúína. Í
eyðimörkinni dvaldi hann í þrjú ár við svipaðar aðstæður og Finnur, vakti
þá athygli soldánsins í Sanaa sem keypti hann. Starf hans var í öðrum hluta
byggingarinnar, á efstu hæð, þar sem hann sagði að væri annar garður,
áþekkur hinum en minni, og tvær lúxus-íbúðir þar sem gistu bandarísk
og belgísk stúlka sem ólíkt stúlkunum þarna niðri væru sjálfviljugar í
þjónustu sinni og gætu yfirgefið búrið að vild, en ekki landið; þær hefðu
gifst sonum soldánsins fyrir fé, og að nokkrum árum liðnum myndu þeir
sækja um skilnað og fara aftur heim til sín með peninga sem dygðu þeim út
ævina. – Ríkum múslimum þætti eftirsóknarvert að geta látið sjá sig með
hvítum konum, gáfuðum og hæfum í samskiptum, en ekki ómenntuðum
bændadætrum eins og oftast væri raunin með stúlkurnar í garði Finns.
Mom útskýrði líka fyrir honum þrælaverslun Mið-Austurlanda með
hvítingja, yfirleitt ljóshærða og bláeyga og yfirleitt frá fyrrum Sovétríkjunum
þar sem útsendarar leituðu þá uppi á götunni – heimilislausa aumingja sem
enginn myndi sakna þegar þeir hyrfu. Í hverjum mánuði væru hátt í fimm
þúsund konur og karlar seld á leynilegum þrælamörkuðum í eyðimörkinni.
Verð fyrir fullorðinn hvítan karl væri yfirleitt á bilinu fimm hundruð til tíu