Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 94
S i g u r ð u r Pá l s s o n
94 TMM 2012 · 2
Þar reyni ég að efast um ofurtrúna á einfaldri leiksögu (þráður, snurða,
lausn), staðlaðri frásögu og framvindu.
Efast um efaleysið andspænis frásögunni sem einhverju endanlegu fyrir-
komulagi, alveg sérstaklega í sviðslistum. Losna undan „órofa heild“ hefð-
bundinna leikverka. Leita einmitt að rofum. Hafna ansi mörgu sem álitið er
nauðsyn í leikriti. Spyrja alltaf, er þetta nauðsynlegt?
Áhersla á spurn, ekki svör.
Stefna að því að einstaklingurinn finni fyrir spurn frammi fyrir leik-
sviðinu.
Finni fyrir því að manneskjan er gangandi spurn. Á að vera það.
Veruleikinn í heild sinni á heima á leiksviði, ekki bara vakan heldur vakan
og draumurinn.
Ég hafði lagt inn drög að Utan gátta í Þjóðleikhúsið fyrir nokkrum árum,
ekkert kom út úr því á þeim tíma.
En í byrjun árs 2008 var kominn hreyfing á málefni Utan gátta þannig að
nú var ekkert annað en að klára verkið.
Athugasemdir úr loggbókinni:
Leikhús er rými. Þess vegna verður hugarheimur raunverulegur í leikhúsi. Við-
fangsefni leikhúss hefur alltaf verið að raungera hugarheim.
Hugmyndir mínar um rými verksins: Millirými. Gangur. Biðstofa. Hef alls ekki
viljað takmarka það með fullyrðingu eins og: Leikurinn gerist á dvalarheimili eða
geðveikrahæli eða í eldhúsi hjá tveimur gömlum konum – það er verkefni sviðsetn-
ingarinnar að ákvarða það. Í raun verður aðallega að muna eftir því að þetta gerist á
leiksviði!
Við fórum að hittast reglulega þrjú, ég, Kristín og Gretar Reynisson. Ég
lagði áherslu á að hittast á kaffihúsi og vanda valið á því vel. Hvert verk
á sitt kaffihús, í Miðjarðarför var það Kaffivagninn. Nú varð kaffiterían í
Þjóðmenningarhúsinu fyrir valinu. Á þessum fundum urðu til grunnhug-
myndir að rýmisútfærslu. Alltaf var gengið út frá textanum, í bókstaflegri
merkingu, stundum varð eitt orð að lykilatriði í rýmishugsun. Dæmi: „Þessi
þankagangur þinn er svo þröngur.“ Og síðar talið um ganginn, gang lífsins.
Rýmisútfærslan endaði í abstrakt rými, þröngum „þanka-gangi“, tveimur
skáveggjum sem hægt var að leggja saman, þrengja þannig mjög að leik-
verunum, á veggjunum eru dyr, þaraf einar snúningsdyr, þegar einn fer út
kemur annar inn, aldrei þrír á sviðinu, alltaf tveir. Á endavegg gluggi. Gluggi
ímyndunaraflsins, gluggi hins frelsaða huga. Hann opnast í lokin.
En nú er ég byrjaður að gera það sem ég ætlaði ekki að gera, að fjalla um
leiksýninguna. Ég gat þess áðan, ég ætla hér að halda mig við ritun leik-
textans, ekki leiksýninguna.
Hins vegar sköruðust þessi vinnslutímabil, leiktextanum var ekki lokið