Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 94

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 94
S i g u r ð u r Pá l s s o n 94 TMM 2012 · 2 Þar reyni ég að efast um ofurtrúna á einfaldri leiksögu (þráður, snurða, lausn), staðlaðri frásögu og framvindu. Efast um efaleysið andspænis frásögunni sem einhverju endanlegu fyrir- komulagi, alveg sérstaklega í sviðslistum. Losna undan „órofa heild“ hefð- bundinna leikverka. Leita einmitt að rofum. Hafna ansi mörgu sem álitið er nauðsyn í leikriti. Spyrja alltaf, er þetta nauðsynlegt? Áhersla á spurn, ekki svör. Stefna að því að einstaklingurinn finni fyrir spurn frammi fyrir leik- sviðinu. Finni fyrir því að manneskjan er gangandi spurn. Á að vera það. Veruleikinn í heild sinni á heima á leiksviði, ekki bara vakan heldur vakan og draumurinn. Ég hafði lagt inn drög að Utan gátta í Þjóðleikhúsið fyrir nokkrum árum, ekkert kom út úr því á þeim tíma. En í byrjun árs 2008 var kominn hreyfing á málefni Utan gátta þannig að nú var ekkert annað en að klára verkið. Athugasemdir úr loggbókinni: Leikhús er rými. Þess vegna verður hugarheimur raunverulegur í leikhúsi. Við- fangsefni leikhúss hefur alltaf verið að raungera hugarheim. Hugmyndir mínar um rými verksins: Millirými. Gangur. Biðstofa. Hef alls ekki viljað takmarka það með fullyrðingu eins og: Leikurinn gerist á dvalarheimili eða geðveikrahæli eða í eldhúsi hjá tveimur gömlum konum – það er verkefni sviðsetn- ingarinnar að ákvarða það. Í raun verður aðallega að muna eftir því að þetta gerist á leiksviði! Við fórum að hittast reglulega þrjú, ég, Kristín og Gretar Reynisson. Ég lagði áherslu á að hittast á kaffihúsi og vanda valið á því vel. Hvert verk á sitt kaffihús, í Miðjarðarför var það Kaffivagninn. Nú varð kaffiterían í Þjóðmenningarhúsinu fyrir valinu. Á þessum fundum urðu til grunnhug- myndir að rýmisútfærslu. Alltaf var gengið út frá textanum, í bókstaflegri merkingu, stundum varð eitt orð að lykilatriði í rýmishugsun. Dæmi: „Þessi þankagangur þinn er svo þröngur.“ Og síðar talið um ganginn, gang lífsins. Rýmisútfærslan endaði í abstrakt rými, þröngum „þanka-gangi“, tveimur skáveggjum sem hægt var að leggja saman, þrengja þannig mjög að leik- verunum, á veggjunum eru dyr, þaraf einar snúningsdyr, þegar einn fer út kemur annar inn, aldrei þrír á sviðinu, alltaf tveir. Á endavegg gluggi. Gluggi ímyndunaraflsins, gluggi hins frelsaða huga. Hann opnast í lokin. En nú er ég byrjaður að gera það sem ég ætlaði ekki að gera, að fjalla um leiksýninguna. Ég gat þess áðan, ég ætla hér að halda mig við ritun leik- textans, ekki leiksýninguna. Hins vegar sköruðust þessi vinnslutímabil, leiktextanum var ekki lokið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.05.2012)
https://timarit.is/issue/401778

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.05.2012)

Aðgerðir: