Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 88
S i g u r ð u r Pá l s s o n
88 TMM 2012 · 2
þannig að úr varð að fá að láni úr Miðjarðarför einn smákafla með utan-
gáttaleikverum.
Það hefur semsé alltaf verið þráhyggja mín að nota einhvers konar kór eða
ígildi kórs í leikverk.
Búa til díalektík meginefnis og spássíu.
Í Miðjarðarför voru utangáttaleikverur kórinn, í verkinu Utan gátta voru
þær aðalleikverurnar (eða persónurnar) tvær. En hvar er þá kór-elementið í
Utan gátta? Ja, það þróaðist í persónu sem við sjáum aldrei og ég kallaði MC
eða Master of Ceremonies.
Þetta er utanaðkomandi afl sem stjórnar þessum innilokaða heimi, hreyfir
stundum veggi, kveikir ljósið, slekkur ljósið, sendir inn tónlist, sendir inn
allsnægtaborð, býr til jarðskjálfta og svo framvegis. MC er í raun leikhúsið
sem leikur sér að leikbrúðunum, stjórnar þeim eins og nokkurs konar guð.
Við vitum ekki hvernig þetta byrjaði.
Það eru fjöldamörg ár síðan ég skrifaði fyrstu textana sem enduðu í leik-
verkinu Utan gátta, sirka 8 eða 9 ár. Smám saman varð til sérskúffa eða skjal
sem merkt var Utan gátta.
Hvernig vissi ég að texti sem ég var að skrifa ætti heima þar? Ég vissi
það vegna þess að þetta voru alltaf tvær raddir, aldrei ein rödd, aldrei þrjár
eða fleiri, alltaf tvær, aldrei önnur sitúasjón en þessi: tvær raddir sem voru
í spenntum tengslum, oft í deilum, gjarnan að reyna fá botn í eitthvað af
veikum mætti. Sjá aldrei stóra samhengið, fastar í eigin litla sjónarhorni.
Þessa texta skrifaði ég með sömu ritunar-orku, ef svo má segja.
Skrifaði aldrei nema að finna fyrir knýjandi rit-þörf, rit-orku, krafti,
upptendrun, löngun til sköpunar. Oft upp úr millibilsástandi milli svefns
og vöku. Eða þá seint á kvöldin þegar ég var svo þreyttur að ég gat ekkert
sensúrerað. Strax og ég fann ekki lengur fyrir þessum drifkrafti hætti ég.
Það var alltaf kraftur og löngun sem knúði áfram díalóginn, af því að þetta
var alltaf día-lóg, alltaf tvær raddir. Sama heildarorkan, en innan hverrar til-
tölulega sjálfstæðrar einingar er sama tilfinning, sama orka.
Þannig skrifaði ég í gegnum tíðina afmarkaðar heildir, lítil brot, litlar
mósaík-einingar. Svo strikaði ég út og snyrti. Og þá var eftir kjarni, eining,
sem var afar erfitt að breyta. Eining sem er sérkennilega erfitt að brjóta upp.
Mér var alls ekki ljóst hvað ég gæti gert við þetta materíal. Ég kom mér upp
aðferð til að grisja staflann.
Aðferðin byggðist eiginlega á því að henda öllu sem mér fannst ég skilja
á auðveldan hátt, allt sem var augljóst, alla þá texta sem gáfu upp merkingu
sína fljótlega og baráttulaust.
Í stuttu máli allt sem vinstra heilahvelið hafði skrifað.
Þá voru eftir textar sem ég gat ómögulega hent vegna þess að það var eitt-
hvað í þeim sem heillaði mig, gerði mig forvitinn, ögraði skilningi mínum.