Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 139

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 139
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2012 · 2 139 kenndar þótt inn á milli komi yfir hana draumkennt hugflæði (sjá til að mynda kaflann „Þúsund faðmar“ (23). Herbjörg María hefur legið rúmföst í 8 ár þegar við kynnumst henni fyrst, hún býr ein í bílskúr og fær aðstoð frá heimahjúkrun við daglegar þarfir en afkomendurnir sinna henni lítt og gjalda henni þar rauðan belg fyrir gráan. Það er tímanna tákn að Herbjörg María styttir sér stundir við tölvuskjá; hún er með „far- andtölvu“ í rúminu, er á Facebook og leikur sér þar að því að draga erlenda karlmenn á asnaeyrunum undir nafni Lindu P., fyrrverandi alheimsfegurðar- drottningar. En hún hefur hafnað súr- efniskútnum, var „gert að velja á milli þeirra herramanna, Rússans Nikótíns og hins breska Oxygen lávarðar“ og kaus að halda áfram að sjúga sínar sjö sígar- ettur á dag. Fyrir vikið dregur hún „andann líkt og lestarvagn og klósett- ferðir halda áfram að vera [hennar] dægrakvöl“ (8). En margt eiga þau sam- eiginlegt Tómas Jónsson og Herbjörg María enda bæði öldruð og líkamlega að niðurlotum komin. Hinn hrörlegi lík- ami er báðum hugleikinn, sérstaklega þær nauðsynlegu og sársaukafullu þarfir sem snúast um að nærast og losa þvag og saur. Þetta síðasttalda atriði fór mjög fyrir brjóstið á lesendum Tómasar Jóns- sonar. Metsölubókar á sjötta áratug síð- ustu aldar og talað var um „sora“, „klám“ og „niðurrifsstarfssemi“. Svipað- ur kór var uppi rúmum fjörutíu árum fyrr þegar Þórbergur sendi frá sér Bréf til Láru og það sama dúkkar upp á ten- ingnum núna, rúmum fjörutíu árum síðar. Berorðar lýsingar sem tengjast lík- amanum og starfsemi hans hætta víst seint að hneyksla. Hafa ber í huga að lýsingar Hallgríms á líkamsstarfsemi aðalpersónunnar eru öðrum þræði hluti af því ærslakennda skopi sem einkennir frásagnarhátt bókarinnar og í dag ganga slík bókmenntaleg ærsl undir heitinu „gróteska“ og „karnival“ og ættu ekki að koma nútímalesendum í opna skjöldu. En allt eins mætti tengja slíkar lýsingar raunsæissviði frásagnarinnar; það er ekkert grín fyrir aldraða langlegusjúk- linga að þurfa að sinna líkamlegum þörfum sem valda ómældum þjáning- um: Það er undarlegt að þessi gamla ellivél skuli enn geta framleitt tár. Ég botna nú bara ekkert í því. Og þerra nú minni ellivang. Órans ergjur og íkvæmni. Og svo er hitt líka: Að þessu líkamshrói sé gert að stunda saurframleiðslu allt fram undir kistulok er auðvitað ekkert annað en hákátleg himnastríðni, einhver tegund af mekkisens mannkynsrefsingu. Það á að halda okkur í juðinu allt til ævi- loka. Starfa, starfa, starfa. Allt til hinstu þarfa. (182–183) Herbjörg María kallar þá stuttu leið sem hún þarf að fara á klósettið „Via Dolo- rosa“ (veg þjáningarinnar) eins og fram kemur í upphafsmálsgrein bókarinnar. Kannski má líta á allan æviferill Her- bjargar Maríu sem Via Dolorosa því þótt frásögnin logi af skopi kraumar ætíð undir af sársauka og þjáningu enda hefur sú gamla þurft að reyna margt misjafnt og sárt á sinni löngu ævi. Í Tómasi Jónssyni. Metsölubók er Guðbergur Bergsson á meðvitaðan hátt að gera upp við aldamótakynslóðina svokölluðu; þá kynslóð sem komst til þroska upp úr aldamótunum 1900, háði sjálfstæðisbaráttu með tilheyrandi for- tíðardýrkun og upphafningu á landi og þjóð.3 Aldmótakynslóðin, sem áður hafði verið „frjótt hreyfiafl“ var upp úr miðri tuttugustu öld „orðin, í hinum þjóðfélagslega raunveruleika Íslands, voðalegur dragbítur á öllum framför- um“, eins og Guðbergur orðar það sjálf- ur í formála að annarri útgáfu bókar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.05.2012)
https://timarit.is/issue/401778

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.05.2012)

Aðgerðir: