Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Qupperneq 116

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Qupperneq 116
Á d r e p u r 116 TMM 2012 · 2 mörgum verkum Guðmundar. Eins þótt sum form, en alls ekki öll, víki vart frá raunveruleikanum eða náttúrulegum formum. Hvað sem Guðmundur kann að hafa sagt um „lögmál listarinnar“, verður að meta breitt úrval verka hans frá fjórum áratugum til þess að greina list hans eða skoðanir með niðurstöðuorðum af svip- aðri gerð og Æsa viðhefur. Slíkt mat yrði trúlega ekki einhlítt en altént marg- slungnara en Listasagan kemur til skila. Síðar í kaflanum um Guðmund segir að hann horfi á litróf náttúrunnar í ferðum sínum, þ.e. eins og hann upplifir litadýrðina á fjöllum (fer slíkt áhorf fram með öðrum hætti en upplifun?). Upplifuninni lýsir Æsa síðan með hans eigin orðum, úr bókinni Fjallamenn. Að mínu mati liggur þá væntanlega næst við, að fengnum þessum orðum Æsu, að íhuga hvað gerist þegar málarinn skilar hughrifunum á striga eða pappír. Það verður sýnilega án tilfinningalegrar tjáningar (sem kennd er við expressjón- isma), ef marka má hana. Mig grunar að þarna leynist mótsögn eða staðleysa sem er enn augljósari, hafi maður tugi val- inna myndaverka eftir Guðmund fyrir framan sig. Frekar höggmynda- og byggingarlist en málaralist? Æsa telur að jarðfræðiáhugi Guðmund- ar (sem kalla mætti mun fremur djúpan áhuga á allri náttúru, að mínu mati) og þekking hans á leir- og steinefnum stað- festi að hæfileikar hans lágu frekar á sviði höggmynda- og byggingarlistar en málaralistar. Í svona, að ætla mætti vel undir- byggðum úrskurði ræður smekkur vissulega einhverju í bland við fræðilega skoðun. Þegar á heildina er litið telja samt ansi margir að Guðmundur nái lengra í tvívíðri myndgerð en þrívíðri, ef frá eru taldar allmargar fyrirmyndir að keramikverkum. Ætluð tenging milli jarðefnaáhuga og verka úr gifsi, steini, steypu eða leir getur varla staðfest mikið um hæfileika listamanns í ólíkum listgreinum. Jarð- efnaáhugi Guðmundar staðfestir aftur á móti vilja hans til að byggja upp fjöl- breytta listhönnun, handverk úr leir og framleiðslu nytjahluta (hann keypti t.d. blómapottaframleiðsluvél til landsins!) sem lið í atvinnuppbyggingu lands- manna. Og áhuginn tjáir vilja hans til að aðstoða, sem myndhöggvari og fagur keri, við að koma upp glæsihúsum í klassískum eða samtímalegum, evr- ópskum stíl, stunda landslagsarkitektúr og fegra höfuðborgina í svipuðum anda og Einar Jónsson, Guðmundur Hannes- son og Guðjón Samúelsson boðuðu. Verkefnin sem hann fékkst við eru þó heldur of fá til að meta hæfileika hans í byggingarlist í samanburði við mál- unina. Ennfremur vildi Guðmundur spara fé og nýta innlent hráefni með því að finna efni í sement og einnig steintegundir sem nota mætti til að bæta úr steypug- ráma ótal húsa í þéttbýlinu. Málara- hæfileikar hafa fátt með þetta að gera. Um hitt má svo deila, hvar hæfileikar listamannsins lágu. Það verður best gert með beinum og víðtækum samanburði á mjög mörgum og misgömlum listaverk- um, ekki eingöngu með því að reyna að meta mikla eða litla þekkingu hans á landinu, öðrum þjóðum, fjallamennsku, jarðvísindum eða einhverju sem hann fékkst við utan vinnustofunnar. Staðbundnar lýsingar? Skrifað stendur í Listasögunni að Guð- mundur hafi alla jafna verið í land- fræðilegum könnunarferðum í lands- lagsmálverkunum. Þetta er sýnilega haft eftir Birni Th. Björnssyni (úr Íslenskri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.