Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Qupperneq 7

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Qupperneq 7
H o m o i s l a n d i c u s – i n n a ð b e i n i TMM 2012 · 2 7 Í grein sinni „Norræni kynþátturinn“, sem birtist í Skírni 1924, kynnir hann fyrir íslenskum lesendum mannfræðimælingar, flokkun beina og kynhreinsun. Með því að bera saman staðlaðar mannfræðilegar mælingar og frásagnir Íslendingasagna, studdi hann þá hugmynd að landnámsmenn níundu aldar hafi verið fulltrúar hins norræna kynstofns. Dæmigerðar hetjur sagnanna voru hávaxnar, ljóshærðar og bláeygðar. Hér sjáum við það einkenni fyrstu sporgöngumanna líkamsmannfræðinnar á Íslandi, hversu nátengd hún er bókmenntunum. Íslendingar voru afkomendur afburðastofns og í þeim bjó möguleiki á nýrri gullöld. Guðmundur Hannesson var í sambandi við líkamsmannfræðinga á Norðurlöndum. Hann sótti ráðstefnur þeirra um flokkun kynþátta og stundaði sjálfur rannsóknir á lifandi Íslendingum, mældi yfir þúsund menn, flokkaði höfuðlag þeirra, húðlit, hár og augnlit (1925). Niðurstöður rannsókna hans komu út á þýsku, með samantekt á ensku, stutt útgáfa birtist á íslensku í greininni „Íslendingar mældir“ sem birtist í Skírni 1926. Íslendingar voru draumaviðfangsefni fyrir mannfræðilegar rannsóknir, vegna ætlaðs hreinleika og einsleitni, viðhorf sem átti eftir að skjóta upp kollinum aftur, löngu síðar. Guðmundur var þjóðernissinnaður og sem læknir hafði hann áhuga á að bæta og hreinsa stofninn. Íslenska þjóðin hefði styrkst í einangrun sinni í Norður-Atlantshafi og barátta hennar við heim- skautaöflin sigtað út þá veiku og úrkynjuðu, og nú myndi hún njóta góðs af kynbótastefnunni. Í huga Guðmundar var um forvarnir að ræða. Þótt hann hafi litið til Þýskalands eftir leiðsögn og hrifist af mörgu sem þaðan kom, þá virðist hann hafa efast um kenningar nasista og gjörðir þeirra eftir að þeir komust til valda. Guðmundur og fleiri litu á hreinleika kynþáttar, tungumáls og menningar sem mikilvæg þjóðernisleg viðfangsefni. Fyrsti Íslendingurinn sem hlaut formlega menntun í líkamsmannfræði, Eiður S. Kvaran (1909–1939), hreifst með orðræðu kynþáttafræðanna í námi sínu. Hann lauk doktorsprófi 1936 frá Greifswald í Þýskalandi þar sem hann kenndi einnig íslensk fræði. Doktorsritgerð hans var birt í Archiv für Rassen- und Gesellschaftsbiologie en ritstjóri þess var Alfred Ploetz, einarður fylgismaður kynhreinsunar og yfirburða norræna stofnsins. Þýskur mann- og erfðafræðingur, Eugene Fischer, sem var kosinn rektor Berlínarháskóla 1933, lofaði nasista fyrir að hafa fyrstir manna bent á milvægi kynhreinsunar germanskra þjóða, „sérstaklega þeirra norrænu“ (Proctor 1988:1957). Fischer var í miklum metum, lofaður sem „eiginlegur Führer þýskrar mannfræði“, og hafði mikil áhrif á nýja kynslóð fræðimanna. Göfgun hans á norræna kynstofninum höfðaði til margra íslenskra þjóðernissinna. Líkt og Guðmundur Hannesson á undan honum, blandaði Eiður mann- fræði sinni við greiningu á fornsögunum. Hann tók sögurnar bókstaflega og taldi þær sýna að til forna hefðu menn veitt líkamseinkennum nána athygli. Eiður segir sögurnar sýna að Íslendingar hafi „skilið það flestum þjóðum fyrr og flestum þjóðum betur, að eiginleikar manna og eðlishvatir,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.