Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 16

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 16
G í s l i Pá l s s o n o g S i g u r ð u r Ö r n G u ð b j ö r n s s o n 16 TMM 2012 · 2 hóp samstarfsfólks og töluverðan fjárhagslegan stuðning, bæði hér heima og frá Þýskalandi, er arfleið Jens ekki mikil að vöxtum. Hann kenndi aldrei svo nokkru næmi og útgáfur hans eru frekar rýrar, en þeim örlögum deilir hann raunar með mörgum þeirra sem lögðu stund á líkamsmælingar þegar halla tekur undan fæti fyrir líkamsmannfræði og sjónarmið og aðferðir erfðafræðinnar taka við. Síðustu æviárin áformaði Jens að skrifa bók um rannsóknir sínar, en erfið veikindi komu í veg fyrir það. Skrif hans voru laus við kenningalega umfjöllun, áherslan öll á flokkun og skráningu. Þar sver Jens sig í ætt við þýska skólann í líkamsmannfræði, sérstaklega „Bres- lauer“ eða „Breslauer/Mainz-skólann“ (Preuß 2009:129), sem var nátengdur kynþáttamælingum og kynþáttahyggju. Gífurlegt magn gagna sem Jens safnaði er að mestu óskráð, flokkað og kannað. Vera má að þau gögn eigi eftir að nýtast komandi kynslóðum mannfræðinga. Jens hefur líklega skynjað í lok ferils síns, á tímum stórstígra framfara í mannerfðafræði, að störf hans væru skyndilega að tapa gildi sínu, tilheyrðu þankagangi sem vekti ekki lengur athygli og skipti litlu máli. Kannski hefur hann einnig skynjað að náin tengsl hans við Ilse Schwidetzky og samstarfs- menn hennar í Mainz, fulltrúa vafasamrar mannfræði sem í vitund almenn- ings í Þýskalandi var nátengd nasismanum og glæpum hans, einangruðu hann bæði alþjóðlega og í heimalandi sínu. Schwidetzky hafði veitt honum mikinn stuðning, en sambandið við hana reyndist líka gildra þegar fram í sótti. Mannfræði Schwidetzky var afsprengi mælinga Breslauer/Mainz- skólans og kynþáttaflokkunar Egon Freiherr von Eickstedts, sem var helsti kynþáttakenningasmiður nasismans (Preuß 2009:132–134). Schwidetzky var ekki bara samstarfsmaður Eickstedts, hún tók við stöðu hans sem for- stöðumaður stofnunarinnar í Mainz þegar hann lauk störfum árið 1961. Undir þrýstingi lýsti hún því yfir að hún hefði aldrei unnið með nasistum og lagði áherslu á að hún hefði „einungis“ áhuga á að rannsaka „kynflokka“, hún væri ekki talsmaður nasismans eða verkefna hans. Jens hefur vafalaust þekkt þær deilur sem hér er um að ræða og alla málavexti. Kannski hefur hann trúað á skýra aðgreiningu á milli hreins fræðilegs áhuga á kynþáttum og hugmyndafræði nasismans, en seinna hafa líklega runnið á hann tvær grímur. Jens var meðvitaður um vaxandi samkeppni í lok starfsferils síns við læknavísindi, mannerfðafræði og líffræðilega mannfræði. Hér á landi, eins og víða annars staðar (sjá Lindee og Ventura Santos 2012), fylgdu mann- erfðafræðinni nýir leikendur og ný sjónarhorn. Í byrjun tuttugustu aldar var erfðafræðin á Íslandi bundin við landbúnað, ræktun og húsdýrahald (Steindór Erlingsson 2000). Mannerfðafræðin haslaði sér völl á nokkrum vígstöðvum, meðal annars á vegum Erfðafræðistofnunar Háskóla Íslands sem naut styrks frá Kjarnorkustofnun Bandaríkjanna í miðju köldu stríði og freistaði þess að rannsaka áhrif geislunar á litlar, einangraðar þjóðir. Síðar kom Íslensk erfðagreining til sögunnar, með rannsóknir á sjúklinga-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0256-8438
Tungumál:
Árgangar:
82
Fjöldi tölublaða/hefta:
313
Skráðar greinar:
Gefið út:
1938-í dag
Myndað til:
2019
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Kristinn E. Andrésson (1940-1970)
Jakob Benediktsson (1947-1975)
Sigfús Daðason (1960-1976)
Silja Aðalsteinsdóttir (1982-1987)
Vésteinn Ólason (1983-1985)
Guðmundur Andri Thorsson (1987-1989)
Árni Sigurjónsson (1990-1993)
Friðrik Rafnsson (1993-2000)
Útgefandi:
Bókmenntafélagið Mál og menning (1938-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Framhald í: TMM. Tímarit um menningu og mannlíf. Bókmenntir. Bókmenntagreining. Mál og menning.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.05.2012)
https://timarit.is/issue/401778

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.05.2012)

Aðgerðir: