Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 16
G í s l i Pá l s s o n o g S i g u r ð u r Ö r n G u ð b j ö r n s s o n
16 TMM 2012 · 2
hóp samstarfsfólks og töluverðan fjárhagslegan stuðning, bæði hér heima
og frá Þýskalandi, er arfleið Jens ekki mikil að vöxtum. Hann kenndi aldrei
svo nokkru næmi og útgáfur hans eru frekar rýrar, en þeim örlögum deilir
hann raunar með mörgum þeirra sem lögðu stund á líkamsmælingar þegar
halla tekur undan fæti fyrir líkamsmannfræði og sjónarmið og aðferðir
erfðafræðinnar taka við. Síðustu æviárin áformaði Jens að skrifa bók um
rannsóknir sínar, en erfið veikindi komu í veg fyrir það. Skrif hans voru
laus við kenningalega umfjöllun, áherslan öll á flokkun og skráningu. Þar
sver Jens sig í ætt við þýska skólann í líkamsmannfræði, sérstaklega „Bres-
lauer“ eða „Breslauer/Mainz-skólann“ (Preuß 2009:129), sem var nátengdur
kynþáttamælingum og kynþáttahyggju. Gífurlegt magn gagna sem Jens
safnaði er að mestu óskráð, flokkað og kannað. Vera má að þau gögn eigi
eftir að nýtast komandi kynslóðum mannfræðinga.
Jens hefur líklega skynjað í lok ferils síns, á tímum stórstígra framfara í
mannerfðafræði, að störf hans væru skyndilega að tapa gildi sínu, tilheyrðu
þankagangi sem vekti ekki lengur athygli og skipti litlu máli. Kannski hefur
hann einnig skynjað að náin tengsl hans við Ilse Schwidetzky og samstarfs-
menn hennar í Mainz, fulltrúa vafasamrar mannfræði sem í vitund almenn-
ings í Þýskalandi var nátengd nasismanum og glæpum hans, einangruðu
hann bæði alþjóðlega og í heimalandi sínu. Schwidetzky hafði veitt honum
mikinn stuðning, en sambandið við hana reyndist líka gildra þegar fram
í sótti. Mannfræði Schwidetzky var afsprengi mælinga Breslauer/Mainz-
skólans og kynþáttaflokkunar Egon Freiherr von Eickstedts, sem var helsti
kynþáttakenningasmiður nasismans (Preuß 2009:132–134). Schwidetzky
var ekki bara samstarfsmaður Eickstedts, hún tók við stöðu hans sem for-
stöðumaður stofnunarinnar í Mainz þegar hann lauk störfum árið 1961.
Undir þrýstingi lýsti hún því yfir að hún hefði aldrei unnið með nasistum
og lagði áherslu á að hún hefði „einungis“ áhuga á að rannsaka „kynflokka“,
hún væri ekki talsmaður nasismans eða verkefna hans. Jens hefur vafalaust
þekkt þær deilur sem hér er um að ræða og alla málavexti. Kannski hefur
hann trúað á skýra aðgreiningu á milli hreins fræðilegs áhuga á kynþáttum
og hugmyndafræði nasismans, en seinna hafa líklega runnið á hann tvær
grímur.
Jens var meðvitaður um vaxandi samkeppni í lok starfsferils síns við
læknavísindi, mannerfðafræði og líffræðilega mannfræði. Hér á landi, eins
og víða annars staðar (sjá Lindee og Ventura Santos 2012), fylgdu mann-
erfðafræðinni nýir leikendur og ný sjónarhorn. Í byrjun tuttugustu aldar
var erfðafræðin á Íslandi bundin við landbúnað, ræktun og húsdýrahald
(Steindór Erlingsson 2000). Mannerfðafræðin haslaði sér völl á nokkrum
vígstöðvum, meðal annars á vegum Erfðafræðistofnunar Háskóla Íslands
sem naut styrks frá Kjarnorkustofnun Bandaríkjanna í miðju köldu stríði og
freistaði þess að rannsaka áhrif geislunar á litlar, einangraðar þjóðir.
Síðar kom Íslensk erfðagreining til sögunnar, með rannsóknir á sjúklinga-