Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 69

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 69
„ E i n u s i n n i va r – t r é d r u m b u r“ TMM 2012 · 2 69 Uppruni Gosa Orðið sæborg er hljóðþýðing Úlfhildar Dagsdóttur (2011) á enska orðinu „cyborg“, sem á uppruna sinn í samsetningu orðanna „cybernetic organism“ – stýrifræðileg lífvera. Orðið á sér þannig uppruna í stýrifræðum, en er nú áhrifamikið í afþreyingarmenningu og skáldskap. Það nær yfir vélmenni, gervimenni og vélbrúður, og raunar hverskyns blendinga vélar og lífveru. Sumir teygja hugtakið jafnvel yfir mannfólk með margskonar tækni í sér og á, svo sem hjartagangráð eða heyrnartæki (Haraway, 1991). Meðal áhrifamikilla sæborga í bókmenntum og kvikmyndum má nefna Olimpiu í Sandmanni Hoffmanns, Frankensteinskrímslið góðkunna, Tortímandann, persónurnar í Matrix-myndunum – og Gosa, hinn mennska brúðudreng, sem er ein frægasta sæborg bókmenntanna. Upprunalega verkið birtist fyrst í ítölsku barnablaði í nítján hlutum á árunum 1881–82. Það var svo endurútgefið á bók ári seinna undir heitinu Le Avventure Di Pinocchio og sló strax í gegn á Ítalíu. Var þetta eina verk höf- undarins Carlos Collodi (skáldanafn Carlos Lorenzini) sem naut svo mikilla vinsælda, en hann samdi barnasögur og kennsluefni, auk þess að vera blaðamaður (Swope, 2002). Nú 130 árum seinna hefur Gosi verið þýddur á yfir hundrað tungumál, hann er miðlægur í ítalska bókmenntakerfinu og trónir þar við hlið meistaraverka eins og Gleðileiksins guðdómlega eftir Dante (Perella, 1986a). Utan Ítalíu lítur hinn almenni lesandi víðast á Gosa Collodis sem sögu fyrir börn, sem eru þó að mati ítalskra bókmenntafræðinga ólíkleg til að skilja til fulls fágaða notkun tungumálsins og uppbyggingu frásagnarinnar, hina marglaga íróníu og ádeilu á samfélag fullorðinna sem felst í verkinu (Perella, 1986a). Meðal bókmenntaáhugamanna hefur Gosi Collodis ávallt verið í miklum metum og orðið kveikja að óteljandi bókverkum og fræðigreinum. Bókmenntafræðingar, félagsfræðingar, heimspekingar og guðfræðingar hafa á síðari hluta tuttugustu aldar borið Gosa saman við margskonar hetjur og andhetjur, Eneas, Jesú Krist, Don Kíkóta, Ódysseif og marga fleiri – „svo maður freistast til að hrópa upp yfir sig margendurtekna setningu í verki Collodis: Aumingja Gosi!“ segir ítölskuprófessorinn Nicolas Perella í vinsælum inngangi sínum að tvímála útgáfu Gosa árið 1986 (bls. 4).1 Gosi var brautryðjandi, segir bókmennafræðiprófessorinn Harold B. Segel í bók sinni Pinocchio’s Progeny (Segel, 1995), þar sem verkið kynti undir miklum áhuga á gerð eftirmynda af manneskjum og gerði brúður að mikil- vægum hluta evrópska módernismans sem var að fæðast um aldamótin eftir að Gosi kom út, en áður hafi mestmegnis verið litið á leikbrúður sem barnaefni.2 Höfundur hins íslenska heitis Gosa er barnakennarinn Hallgrímur Jóns- son sem þýddi fyrstu íslensku útgáfuna. Hann þýddi verkið úr ensku. Það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.05.2012)
https://timarit.is/issue/401778

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.05.2012)

Aðgerðir: