Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 140
D ó m a r u m b æ k u r
140 TMM 2012 · 2
innar. Fyrst og fremst var bókin andóf
hans við stöðnun: stöðnun í hugsunar-
hætti, stöðnun í frásagnarhætti.4 Konan
við 1000° er ekki byltingarverk í sama
skilningi hvað formið varðar. Og bókin
er ekki sams konar uppgjörsverk og
skáldsaga Hallgríms Höfundur Íslands
þar sem glímt var við skáldjöfur Íslands
og gjörvalla tuttugustu öldina með
öllum sínum feiknum. Konan við 1000°
er hins vegar uppgjörsverk einnar konu
við líf sitt og samtíð.
Að formi til sver bókin sig í ætt við
fyrri verk höfundar. Frásagnarháttur
Hallgríms er orðinn auðþekkjanlegur;
stíllinn einkennist af orðgnótt og hug-
myndaauðgi og frásögnin er yfirleitt sett
fram í hugflæði, oft knúin áfram af
hugrenningatengslum. Hvað þetta atriði
varðar er þó frásagnarháttur Konunnar
við 1000° agaðri en í fyrri verkum Hall-
gríms. Stuðlar, orðaleikir, rím og nýyrði
setja alltaf svip sinn á texta Hallgríms
og stíllinn er ætíð með afbrigðum
myndrænn. Mörg nýyrði hans eru mjög
skemmtileg og eiga ef til vill eftir að
vinna sér sess í málinu, nefna má orð
eins og dægrakvöl, vogblíður, dún-
skeggjaður, rökkurbeinsrugl, lostaleysis-
lömum, sængurdæmd og mörg fleiri.
Nýyrðasmíði Hallgríms er alltaf í lifandi
tengslum við söguefnið hverju sinni en
ekki bara sniðugur leikur að orðum.
Hallgrímur hefur náð sérlega góðum
tökum á þessum persónulega stíl sínum
og í Konunni við 1000° má finna kafla
sem eru ljóðrænni en áður hefur sést í
skáldsögum hans og eykur sá tónn við
fjölbreytileika frásagnarinnar.
Þótt sögusvið bókarinnar sé tuttug-
asta öldin – og tengingin við Tómas
Jónsson. Metsölubók sé sú sem fyrst
kemur upp í hugann – er eitthvað við
frásagnaraðferð Hallgríms og þá lífs-
sögu sem vindur fram sem minnir les-
anda líka á hinar stóru skáldsögur fyrra
alda, jafnvel sögur frá árdögum skáld-
sagnagerðar á átjándu öld á borð við
Moll Flanders eftir Daniel Defoe (1721)
eða Tom Jones eftir Henry Fielding
(1749). Þetta eru sögur sem segja frá lit-
skrúðugu lífshlaupi persóna sem flækj-
ast víða og lenda í ótrúlegustu ævintýr-
um. Slík er saga Herbjargar Maríu; frá-
sögn af lífshlaupi sem spannar vítt svið í
tíma og rúmi og líkt og þær erlendu
sögur sem hér eru nefndar er það ekki
síst hinn húmoríski frásagnarháttur sem
heillar lesandann.
„Mín eigin Herra“
Konan við 1000° tekur mið af formi
sjálfsævisögunnar og sjálfslýsing aðal-
persónunnar er stór í sniðum og afar
eftirminnileg. Í nafni hennar blandast
saman „heiðnin og kristnin, líkt og olía
og vatn, og slást þær systur í mér enn“
(11), eins og hún sjálf orðar það. En Her-
björg María á sér gælunafnið „Herra“
enda er hún yfirleitt sinn eigin herra og
lætur kynið ekki hamla tilveru sinni að
því leyti sem hún fær þar sjálf um ráðið.
Herbjörg María fer með lesendur í
útsýnisflug um líf sitt. Við fylgjumst
með henni vaxa upp í Breiðarfjarðareyj-
um í öruggu skjóli móður sinnar og
fleiri dugnaðarkvenna og síðar í Kaup-
mannahöfn þar sem hún á í útistöðum
við danska skólafélaga sem líta niður á
Íslendinga. Þau átök eru þó sannkallað-
ur barnaleikur miðað við þá eldskírn
sem hún hlýtur í Þýskalandi þar sem
hún verður innlyksa á stríðsárunum.
Við kynnumst síðan fyrirhafnarlitlu en
lítt gefandi lífi hennar meðal hinna
„fínni“ stétta Íslendinga eftir stríð. Við
fáum innsýn inn í „jónabönd“ hennar,
sem hún kallar svo því hún giftist þrem-
ur Jónum. Og við fylgjum henni til Arg-
entínu með föður hennar sem á ekki sjö
dagana sæla á Íslandi eftir að hafa ánetj-
ast nasismanum á stríðsárunum. Í stuttu