Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 140

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 140
D ó m a r u m b æ k u r 140 TMM 2012 · 2 innar. Fyrst og fremst var bókin andóf hans við stöðnun: stöðnun í hugsunar- hætti, stöðnun í frásagnarhætti.4 Konan við 1000° er ekki byltingarverk í sama skilningi hvað formið varðar. Og bókin er ekki sams konar uppgjörsverk og skáldsaga Hallgríms Höfundur Íslands þar sem glímt var við skáldjöfur Íslands og gjörvalla tuttugustu öldina með öllum sínum feiknum. Konan við 1000° er hins vegar uppgjörsverk einnar konu við líf sitt og samtíð. Að formi til sver bókin sig í ætt við fyrri verk höfundar. Frásagnarháttur Hallgríms er orðinn auðþekkjanlegur; stíllinn einkennist af orðgnótt og hug- myndaauðgi og frásögnin er yfirleitt sett fram í hugflæði, oft knúin áfram af hugrenningatengslum. Hvað þetta atriði varðar er þó frásagnarháttur Konunnar við 1000° agaðri en í fyrri verkum Hall- gríms. Stuðlar, orðaleikir, rím og nýyrði setja alltaf svip sinn á texta Hallgríms og stíllinn er ætíð með afbrigðum myndrænn. Mörg nýyrði hans eru mjög skemmtileg og eiga ef til vill eftir að vinna sér sess í málinu, nefna má orð eins og dægrakvöl, vogblíður, dún- skeggjaður, rökkurbeinsrugl, lostaleysis- lömum, sængurdæmd og mörg fleiri. Nýyrðasmíði Hallgríms er alltaf í lifandi tengslum við söguefnið hverju sinni en ekki bara sniðugur leikur að orðum. Hallgrímur hefur náð sérlega góðum tökum á þessum persónulega stíl sínum og í Konunni við 1000° má finna kafla sem eru ljóðrænni en áður hefur sést í skáldsögum hans og eykur sá tónn við fjölbreytileika frásagnarinnar. Þótt sögusvið bókarinnar sé tuttug- asta öldin – og tengingin við Tómas Jónsson. Metsölubók sé sú sem fyrst kemur upp í hugann – er eitthvað við frásagnaraðferð Hallgríms og þá lífs- sögu sem vindur fram sem minnir les- anda líka á hinar stóru skáldsögur fyrra alda, jafnvel sögur frá árdögum skáld- sagnagerðar á átjándu öld á borð við Moll Flanders eftir Daniel Defoe (1721) eða Tom Jones eftir Henry Fielding (1749). Þetta eru sögur sem segja frá lit- skrúðugu lífshlaupi persóna sem flækj- ast víða og lenda í ótrúlegustu ævintýr- um. Slík er saga Herbjargar Maríu; frá- sögn af lífshlaupi sem spannar vítt svið í tíma og rúmi og líkt og þær erlendu sögur sem hér eru nefndar er það ekki síst hinn húmoríski frásagnarháttur sem heillar lesandann. „Mín eigin Herra“ Konan við 1000° tekur mið af formi sjálfsævisögunnar og sjálfslýsing aðal- persónunnar er stór í sniðum og afar eftirminnileg. Í nafni hennar blandast saman „heiðnin og kristnin, líkt og olía og vatn, og slást þær systur í mér enn“ (11), eins og hún sjálf orðar það. En Her- björg María á sér gælunafnið „Herra“ enda er hún yfirleitt sinn eigin herra og lætur kynið ekki hamla tilveru sinni að því leyti sem hún fær þar sjálf um ráðið. Herbjörg María fer með lesendur í útsýnisflug um líf sitt. Við fylgjumst með henni vaxa upp í Breiðarfjarðareyj- um í öruggu skjóli móður sinnar og fleiri dugnaðarkvenna og síðar í Kaup- mannahöfn þar sem hún á í útistöðum við danska skólafélaga sem líta niður á Íslendinga. Þau átök eru þó sannkallað- ur barnaleikur miðað við þá eldskírn sem hún hlýtur í Þýskalandi þar sem hún verður innlyksa á stríðsárunum. Við kynnumst síðan fyrirhafnarlitlu en lítt gefandi lífi hennar meðal hinna „fínni“ stétta Íslendinga eftir stríð. Við fáum innsýn inn í „jónabönd“ hennar, sem hún kallar svo því hún giftist þrem- ur Jónum. Og við fylgjum henni til Arg- entínu með föður hennar sem á ekki sjö dagana sæla á Íslandi eftir að hafa ánetj- ast nasismanum á stríðsárunum. Í stuttu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.05.2012)
https://timarit.is/issue/401778

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.05.2012)

Aðgerðir: