Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Side 28

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Side 28
S t e i n a r B r a g i 28 TMM 2012 · 2 stubbnum og þegar Finnur kvartaði renndu hjúkrunarkonurnar snúru upp í hann sem tæmdi þvagið í lítinn poka við höfðagafl rúmsins. Þannig varð Finnur geldingur í kvennabúri soldánsins. 3. kafli Þegar Finnur hafði öðlast styrk til að ganga um var hann fluttur út í garðinn. Hörkuleg eldri kona útskýrði fyrir honum á rússnesku, sem jafn óðum var þýdd á ensku, hvað starf hans fæli í sér og hver viðurlögin yrðu ef hann hlýddi ekki. En hún sagðist sannfærð um að hann myndi hlýða. „Dagar óhlýðninnar eru að baki, vinur minn,“ sagði hún og brosti ekki óvinsamlega til hans. Finnur grét mikið, næstum án afláts, líka eftir að hann hóf starf sitt í garðinum. Jafnvel frammi fyrir öllum þessum fögru, ungu konum var líkt og tárin streymdu fram, skammlaust og óhikað. Hann var eins og svo- lítil hola í vefnaði heimsins og allt sem var hann, eða hafði eitt sinn verið, vall hömlulaust út um holuna: vinir, ættingjar sem hann sæi aldrei framar, stúlkurnar sem hann hafði sængað hjá heima í Reykjavík, kærasta hans til tveggja ára sem hann hafði yfirgefið til að ferðast um heiminn, og jafnvel mellan í Montpellier, sem hann hafði þá ekki skilið að yrði síðasta konan sem hann sængaði hjá. Stúlkurnar í garðinum voru tuttugu og fimm talsins, hvorki fleiri né færri. – Tuttugu og fimm var reglan. Þær bjuggu í litlum herbergjum sem lágu út frá bogagöngunum umhverfis garðinn. Engar hurðir voru á herbergjunum og í þeim öllum var rúm, kommóða með mörgum litlum skúffum fyrir persónulega muni stúlknanna, mannhæðarhár spegill og hurðalaust baðher- bergi með klósetti, baði og vaski. Tvisvar á dag, að morgni og síðdegis, gengu þær saman í matsal innar í byggingunni, nema þær sem hafði verið tilkynnt að ættu að þjónusta um kvöldið, yfirleitt fjórar eða fimm. Þeim var bannað að yfirgefa herbergi sín, og að slepptum almennum þrifum, blómaskurði og uppáhellingu drykkja var hið mikilvægasta í starfi geldingsins að annast þessar útvöldu konur, bera í þær kjóla og undirföt sem höfðu verið valin á þær, skammta þeim laxerolíu og sjá til þess að hún væri rétt notuð, hjálpa við líkamssnyrtingu, rakstur og förðun sem stundum var nákvæmlega fyrir- skipuð einhvers staðar ofar úr byggingunni, og tryggja að stúlkurnar fengju nægan svefn svo þær væru úthvíldar fyrir nóttina. Flestar stúlknanna voru arabískar en nokkrar höfðu verið fluttar inn frá Afríku, Suður Ameríku og Asíu. Tvær voru frá Evrópu, önnur frá Hol- landi og hin frá Noregi. Sú hollenska var rauðhærð með brún augu og hafði skínandi hvíta húð sem varð að þekja með fötum og slæðu fyrir andlitið ef hún svo mikið sem gægðist út úr herberginu sínu, og sú norska var ljós- hærð með blá augu, hávaxin og með hnöttótt, gríðarmikil brjóst sem ollu geldingnum viðbjóði.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.