Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 111
Á d r e p u r
TMM 2012 · 2 111
draga upp lauslegt yfirlit yfir lífsverk
listamannsins. Svo gæti verið að telja
mætti Guðmund Einarsson fyrsta veru-
lega fjölhæfa myndlistarmann landsins
á 20. öld, ásamt Jóhannesi Kjarval, sem
þó fetaði ekki jafnmargar slóðir og Guð-
mundur. Hitt er svo líklegt að einmitt
þessi ásækni, óvenjulegi og hamslausi
starfsstíll hans hafi tafið hann við að ná
enn lengra en ella með eina eða tvær
listgreinar í stað margra.
Breytt andrúmsloft
Andrúmsloft meðal myndlistarmanna á
Íslandi var annað á áratugnum fyrir
seinni heimsstyrjöldina en eftir hana.
Gott dæmi um það er grein Guðmundar
í ársriti samnorrænna menningasam-
taka 1935 – Den unga islandska konsten
– þar sem hann kynnir alla starfandi
myndlistarmenn landsins með jákvæð-
um orðum og af hógværð. Tveimur ára-
tugum síðar er skrifað í Birtingi að nú sé
kominn tími til að Hreinsunardeild
Reykjavíkurborgar komi ruslinu úr List-
vinahúsinu á öskuhaugana.
Þetta er nefnt hér eingöngu til að
hnykkja á þeim umskiptum í myndlist-
arheiminum sem urðu með uppreisn
nýrra og framsækinna listamanna og
litaðist fljótt af pólitík, ómálefnalegum
umræðum og einstrengingshætti.
Um líkt leyti eru nýaðkomnir sér-
fræðingar í myndlist og ýmsir myndlist-
armenn að koma Guðmundi fyrir í lista-
sögunni með orðastimplum í ætt við
„náttúrudýrkun“, „heimahagalist“,
„stirðnuð form“, „litleysi“ og „fortíð-
arþrá“; og raunar töluvert harðari
orðum líka. Samtímis stendur Guð-
mundur í óvæginni baráttu á ýmsum
vígstöðvum. Hann á í höggi við opin-
bera starfsmenn vegna sýningarstefnu
menningaryfirvalda, berst við marga sér
yngri myndlistarmenn og fáeina sér-
fræðinga gegn ýmsum mikilvægum nýj-
ungum í íslenskri myndlist og berst
fyrir áframhaldandi eigin viðurkenn-
ingu, tilvist sinni sem skapandi lista-
maður og fjárhagslegu sjálfstæði.
Þetta er gömul saga og ný. Skemmst
er að minnast þess að aldraðir málarar á
borð við Kjartan Guðjónsson, sem
gengu eitt sinn hart fram gegn sér eldri
kynslóð myndlistarmanna, rifjuðu upp
þessar væringar en kvörtuðu samtímis
undan fálæti samtímans og höfnun á
borð við þá sem Guðmundur mátti þola
og ýmsir aðrir listamenn, t.d. Gunn-
laugur Blöndal.
Nú er sem betur fer algengt að litið sé
á myndlist sem fjölskrúðugan garð þar
sem fátt er merkt með tilvísuninni
„hvorki né“ heldur hafa menn „bæði og“
í gildi. Með öðrum orðum: Það er hægt
að hafa jákvætt og sérstillt álit, til dæmis
á málverkum Gunnlaugs Blöndals,
Ásgríms, Guðmundar, Jóns Engilberts,
Kjartans, Svavars, Guðmundu Andrés-
dóttur og Georgs Guðna, án þess að
syndga í kapellu úrelts rétttrúnaðar í
myndlist. Loksins er umræða um
myndlist orðin töluvert hófstilltari og
málefnalegri en áður var.
Sérkenni og þróun
Sé að sinni horft fram hjá fjölhæfni
Guðmundar Einarssonar og brautryðj-
andahlutverki hans í keramík, grafík og
steinhöggi eru sérkenni myndlistar hans
einkum þrenns konar. Í fyrsta lagi fer
listamaðurinn inn á hálendið í leit að
myndefni og til afar afskekktra staða,
ólíkt öðrum samtíma listamönnum.
Brautryðjendur eins og Ásgrímur Jóns-
son fóru líka víða en þá nær eingöngu
um byggðirnar. Í öðru lagi leggur hann
áherslu bæði á harðneskjulegt eða blítt
yfirbragð landsvæða og á brigðult veð-
urfar og birtu, ásamt víðáttu eða auðn
landsins, ólíkt flestum öðrum samtíma
landslagsmálurum. Í þriðja lagi skáldar