Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 111

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 111
Á d r e p u r TMM 2012 · 2 111 draga upp lauslegt yfirlit yfir lífsverk listamannsins. Svo gæti verið að telja mætti Guðmund Einarsson fyrsta veru- lega fjölhæfa myndlistarmann landsins á 20. öld, ásamt Jóhannesi Kjarval, sem þó fetaði ekki jafnmargar slóðir og Guð- mundur. Hitt er svo líklegt að einmitt þessi ásækni, óvenjulegi og hamslausi starfsstíll hans hafi tafið hann við að ná enn lengra en ella með eina eða tvær listgreinar í stað margra. Breytt andrúmsloft Andrúmsloft meðal myndlistarmanna á Íslandi var annað á áratugnum fyrir seinni heimsstyrjöldina en eftir hana. Gott dæmi um það er grein Guðmundar í ársriti samnorrænna menningasam- taka 1935 – Den unga islandska konsten – þar sem hann kynnir alla starfandi myndlistarmenn landsins með jákvæð- um orðum og af hógværð. Tveimur ára- tugum síðar er skrifað í Birtingi að nú sé kominn tími til að Hreinsunardeild Reykjavíkurborgar komi ruslinu úr List- vinahúsinu á öskuhaugana. Þetta er nefnt hér eingöngu til að hnykkja á þeim umskiptum í myndlist- arheiminum sem urðu með uppreisn nýrra og framsækinna listamanna og litaðist fljótt af pólitík, ómálefnalegum umræðum og einstrengingshætti. Um líkt leyti eru nýaðkomnir sér- fræðingar í myndlist og ýmsir myndlist- armenn að koma Guðmundi fyrir í lista- sögunni með orðastimplum í ætt við „náttúrudýrkun“, „heimahagalist“, „stirðnuð form“, „litleysi“ og „fortíð- arþrá“; og raunar töluvert harðari orðum líka. Samtímis stendur Guð- mundur í óvæginni baráttu á ýmsum vígstöðvum. Hann á í höggi við opin- bera starfsmenn vegna sýningarstefnu menningaryfirvalda, berst við marga sér yngri myndlistarmenn og fáeina sér- fræðinga gegn ýmsum mikilvægum nýj- ungum í íslenskri myndlist og berst fyrir áframhaldandi eigin viðurkenn- ingu, tilvist sinni sem skapandi lista- maður og fjárhagslegu sjálfstæði. Þetta er gömul saga og ný. Skemmst er að minnast þess að aldraðir málarar á borð við Kjartan Guðjónsson, sem gengu eitt sinn hart fram gegn sér eldri kynslóð myndlistarmanna, rifjuðu upp þessar væringar en kvörtuðu samtímis undan fálæti samtímans og höfnun á borð við þá sem Guðmundur mátti þola og ýmsir aðrir listamenn, t.d. Gunn- laugur Blöndal. Nú er sem betur fer algengt að litið sé á myndlist sem fjölskrúðugan garð þar sem fátt er merkt með tilvísuninni „hvorki né“ heldur hafa menn „bæði og“ í gildi. Með öðrum orðum: Það er hægt að hafa jákvætt og sérstillt álit, til dæmis á málverkum Gunnlaugs Blöndals, Ásgríms, Guðmundar, Jóns Engilberts, Kjartans, Svavars, Guðmundu Andrés- dóttur og Georgs Guðna, án þess að syndga í kapellu úrelts rétttrúnaðar í myndlist. Loksins er umræða um myndlist orðin töluvert hófstilltari og málefnalegri en áður var. Sérkenni og þróun Sé að sinni horft fram hjá fjölhæfni Guðmundar Einarssonar og brautryðj- andahlutverki hans í keramík, grafík og steinhöggi eru sérkenni myndlistar hans einkum þrenns konar. Í fyrsta lagi fer listamaðurinn inn á hálendið í leit að myndefni og til afar afskekktra staða, ólíkt öðrum samtíma listamönnum. Brautryðjendur eins og Ásgrímur Jóns- son fóru líka víða en þá nær eingöngu um byggðirnar. Í öðru lagi leggur hann áherslu bæði á harðneskjulegt eða blítt yfirbragð landsvæða og á brigðult veð- urfar og birtu, ásamt víðáttu eða auðn landsins, ólíkt flestum öðrum samtíma landslagsmálurum. Í þriðja lagi skáldar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0256-8438
Tungumál:
Árgangar:
82
Fjöldi tölublaða/hefta:
313
Skráðar greinar:
Gefið út:
1938-í dag
Myndað til:
2019
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Kristinn E. Andrésson (1940-1970)
Jakob Benediktsson (1947-1975)
Sigfús Daðason (1960-1976)
Silja Aðalsteinsdóttir (1982-1987)
Vésteinn Ólason (1983-1985)
Guðmundur Andri Thorsson (1987-1989)
Árni Sigurjónsson (1990-1993)
Friðrik Rafnsson (1993-2000)
Útgefandi:
Bókmenntafélagið Mál og menning (1938-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Framhald í: TMM. Tímarit um menningu og mannlíf. Bókmenntir. Bókmenntagreining. Mál og menning.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.05.2012)
https://timarit.is/issue/401778

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.05.2012)

Aðgerðir: