Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 74
B r y n j a Þ o r g e i r s d ó t t i r
74 TMM 2012 · 2
verið mennskur. Reyndar bendir barnabókahöfundurinn Sam Swope (2002)
á að þetta sé mjög mikilvægt atriði varðandi Gosa, andlitið sé alltaf teiknað
frekar mannlegt en vélrænt – enda sé Gosi manneskja þegar allt komi til
alls, þó hann sé í formi brúðu. Á myndunum í kvikmynd Disneys Pinocchio,
er Gosi eins og um það bil 5 ára barn, lágvaxinn með fylltar, rjóðar kinnar,
stór, opin og björt augu og glaðlegt yfirbragð. Líkaminn er þó greinilega úr
spýtum og sem fyrr eru samskeytin á hnjám og olnbogum greinileg. Hjá
Disney hefur Gosi fjóra fingur á hvorri hönd meðan hann er spýtustrákur,
en eftir að hann er orðinn að alvörudreng verða fingurnir fimm. Þessi bjarti
og barnslegi Gosi birtist síðan á flestum myndum af honum eftir miðbik
síðustu aldar, til dæmis í íslensku útgáfunum frá 1986 og 1987 (Collodi,
1986b og Collodi, 1883/1987).
Umbreytingar á líkama Gosa í upprunalegu verki Collodis endurspegla
sálarlíf Gosa á ýmsan hátt, enda breytist líkami hans á marga vegu áður en
hann verður að dreng af holdi og blóði. Frægasta umbreytingin er auðvitað
lenging á nefi hans, fyrst þegar nefið er smíðað, í annað sinn þegar hann upp-
götvar hissa að eldurinn í eldstó hins fátæka skapara hans er aðeins málaður
á vegginn, og í þriðja sinn þegar hann lýgur að bláhærðu dísinni. Eftir það
lengist nefið einungis þegar hann segir ósatt. En það eru fleiri áhugaverðar
ummyndanir. Alison Lurie, fyrrum prófessor í ensku við Cornwall-háskóla,
rekur hvernig umbreytingar Gosa hefjast í plönturíkinu, færast yfir í
dýraríkið og enda svo á manneskjulegu formi. Gosi er auðvitað fyrst furutré
sem umbreytist í spýtustrák sem getur hreyft sig og talað. Þar á eftir fer hann
í hlutverk varðhunds eftir að hafa verið veiddur í gildru, og breytist svo í
asna. Að síðustu verður hann svo að dreng af holdi og blóði. Lurie segir þetta
Fyrstu myndirnar af Gosa. Þær voru teiknaðar af Ugo Fleres og birtust í barna-
blaðinu Giornalli per i bambini árið 1881 (Perella, 1986b).