Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 62

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 62
B r y n h i l d u r Þ ó r a r i n s d ó t t i r 62 TMM 2012 · 2 Þau gera sér grein fyrir gagnsemi lestrar en íslensku börnin hafa ekkert velt gildi lestrar fyrir sér. Þannig pæla dönsku börnin í því hvað önnur börn lesi, þau vita hvar þau standa miðað við önnur börn og eru stolt af lestraráhuga sínum. Lestur er viðurkennt áhugamál í bekknum þeirra. Íslensku börnin virðast lítið ræða um lestur og bókmenntir sín á milli, þrátt fyrir að hafa brennandi áhuga á bóklestri.33 Íslenskir lestrarhestar þurfa að upplifa það að litið sé á lestur sem eðlilegt tómstundastarf. Þeir verða að geta verið stoltir af lestraráhuga sínum, rétt eins og öðrum áhugamálum. Þar verður samfélagið allt að taka sig á og ekki síst fjölmiðlar. Það hjálpar ekki til þegar börnin fá misvísandi skila- boð, eins og dæmin sanna. Haustið 2011 voru þrjú ár liðin frá Hruninu. Niðurskurðurinn sem aldrei átti að bitna á menntun barnanna okkar hafði skotið skuggalegum rótum. Þrátt fyrir að ótal rannsóknir sýni skýr tengsl milli áhuga á bóklestri og árangurs í lesskilningi hafði verið reitt til höggs gagnvart skólabókasöfnunum. Niðurskurðurinn var gríðarlegur, framlögin fóru niður í núll sums staðar, að meðaltali var bókakaupafé skorið niður um helming.34 Niðurskurðurinn hafði langmest áhrif á yndislestrarbækur, nýjar skáldsögur fyrir börn voru varla keyptar svo nokkru nemi. Dæmigerður skóli með um 450 nemendur hafði 350–400 þúsund krónum minna á ári til innkaupa en fyrir Hrun. Á sama tíma hækkuðu barnabækur um 28% í verði skv. Bókatíðindum 2008–2010. Raunverulegur samdráttur í bókakaupafé varð því miklu meiri en krónutalan sýnir. Samdráttur í bókakaupum fyrir slíkan 450 barna skóla nemur 125–130 bókum á ári.35 Í landinu eru 175 grunnskólar, misfjölmennir en langflestir þeirra með skólasafn eða safn í samstarfi við almenningsbókasafn svæðisins. Varlega áætlað nemur sam- dráttur í sölu á „venjulegum“ barnabókum sl. þrjú ár 12–14 þúsund eintökum á ári, eingöngu vegna niðurskurðar til skólasafnanna. Eins og gefur að skilja hefur samdrátturinn komið illa við barnabókahöfunda og útgefendur barna- bóka. Alvarlegust eru þó skilaboðin sem börnin fá um að bóklestur sé óþörf afþreying. Slæm staða skólasafnanna er mikið áhyggjuefni enda eiga ungir lestrarhestar það sameiginlegt að nýta sér skólasafnið sitt og þeir nefna skólasafnskennarann sem einn af þeim sem helst gefur þeim hugmyndir að lesefni.36 Illa búin skólasöfn munu hvorki fjölga í hópi lestrarhesta né halda í þá sem eru þar fyrir. Yndislestrarátak Dana – leið til eftirbreytni Íslendingar eru ekki eina þjóðin sem glímir við minnkandi bóklestur barna og unglinga. Danir viðurkenndu vandamálið fyrir nærri áratug og blésu til mikils átaks.37 Átakið „Læselystkampagne“ (lestrarnautnarátak/ lestrargleðiátak) hófst árið 2003 og átti að standa til 2007 en var framlengt til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.05.2012)
https://timarit.is/issue/401778

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.05.2012)

Aðgerðir: