Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 109
TMM 2012 · 2 109
Ari Trausti Guðmundsson
Listin er löng en
bækur stuttar
– umfjöllun um umfjöllun í
Listasögu Íslands
Hvað er Listasaga Íslands? Hvað átti hún
að vera? Hve vel hefur tekist til við gerð
hennar? Hve nothæfar og skýrar myndir
birtir hún af þróun íslenskrar myndlist-
ar og hverjum listamanni sem þar eru
gerð skil? Hve faglega er staðið að ein-
stökum köflum hennar? Þetta og fleira
er tilefni eðlilegrar umræðu sem fylgir
yfirlitsverkum á borð við Listasöguna.
Í grein minni leggst ég ekki í rök-
studdar umræður um svör við þessum
spurningum. Ég fjalla um fjórar blaðsíð-
ur um myndlistarmann sem stendur
mér nærri, ég þekki allvel og hefur verið
talinn hluti hugmyndasögu og fram-
vindu í þeim sjónmenntum er falla
undir viðföng ritsafnsins.
Fjórir áratugir kalla á þróun
Faðir minn, Guðmundur Einarsson,
kenndur við fæðingarstaðinn Miðdal,
starfaði frá um það bil 1920, við listnám
eða myndlistariðkun, fram til dauða-
dags 1963, þ.e. í rúm 40 ár. Hann var
sannanlega einn af mest áberandi
myndlistarmönnum landsins, hvað sem
ólíkum skoðunum á verkum hans líður,
afkastamikill og mikilvirkur í opinberri
umræðu auk þess sem list hans fór víða.
Hann var í hópi íslenskra myndlistar-
manna sem héldu sig á klassískum
nótum með hlutlægum formum. Þeir
sóttu myndefni til náttúrunnar, sög-
unnar, þjóðsagna, þjóðlegra minja og
minna eða daglegs mannlífs, mest til
sjávar eða sveita. Þetta voru örfáir tugir
manna, langflestir karlar, og meðal
þeirra mátti greina ólík og fjölbreytt sér-
kenni og formræna þróun. Frá þessu
tímabili eru auðvitað mörg áhugaverð
listaverk. Fram eftir ferli Guðmundar
ríkti bærilegur friður um list þessara
manna. Umræða milli listamannanna
og milli þeirra og gagnrýnenda var oft-
ast hófstillt.
Seinni hluta starfsævinnar tók Guð-
mundur virkan þátt í hringiðunni sem
varð til með innkomu módernismans í
íslenska myndlist. Verk hans voru þá
sett til hliðar vegna þróunar sem honum
hugnaðist ekki og hann þurfti að takast
á við maklega og ómaklega gagnrýni,
eiga í hörðum umræðum og skipa sér í
fylkingu þegar kom að klofningi meðal
listamanna. Hann mátti þola höfnun á
ýmsum sviðum og horfa upp á verk sín
greind með niðurstöðum sem honum
þóttu margar hverjar fjarri sanni. Sam-
antekt á greiningunni má m.a. sjá í yfir-
litsbókum Björns Th. Björnssonar um
íslenska myndlist, (1964 og 1973). Hún
hefur bergmálað æði oft í umfjöllun um
Guðmund.
Fjórar sýningar á verkum listamanns-
ins milli áranna 1975 (á Kjarvalsstöð-
um) og 2006 (í Gerðarsafni) hafa fengið
margan til að efast um að hin einfalda
mynd úr fræðaheiminum af Guðmundi
Einarssyni sem myndlistarmanni og
fjöllistamanni sé sannferðug. Það gerði
líka bók Illuga Jökulssonar um Guð-
mund (Ormstunga 1997), enda þótt þar
fari hvergi fræðileg umfjöllun. Reyndar
hafa örfáir sérfræðingar og listamenn
tekið fyrstu skrefin að endurskoðun
heildarmyndar af listamanninum og
Á d r e p u r