Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Síða 109

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Síða 109
TMM 2012 · 2 109 Ari Trausti Guðmundsson Listin er löng en bækur stuttar – umfjöllun um umfjöllun í Listasögu Íslands Hvað er Listasaga Íslands? Hvað átti hún að vera? Hve vel hefur tekist til við gerð hennar? Hve nothæfar og skýrar myndir birtir hún af þróun íslenskrar myndlist- ar og hverjum listamanni sem þar eru gerð skil? Hve faglega er staðið að ein- stökum köflum hennar? Þetta og fleira er tilefni eðlilegrar umræðu sem fylgir yfirlitsverkum á borð við Listasöguna. Í grein minni leggst ég ekki í rök- studdar umræður um svör við þessum spurningum. Ég fjalla um fjórar blaðsíð- ur um myndlistarmann sem stendur mér nærri, ég þekki allvel og hefur verið talinn hluti hugmyndasögu og fram- vindu í þeim sjónmenntum er falla undir viðföng ritsafnsins. Fjórir áratugir kalla á þróun Faðir minn, Guðmundur Einarsson, kenndur við fæðingarstaðinn Miðdal, starfaði frá um það bil 1920, við listnám eða myndlistariðkun, fram til dauða- dags 1963, þ.e. í rúm 40 ár. Hann var sannanlega einn af mest áberandi myndlistarmönnum landsins, hvað sem ólíkum skoðunum á verkum hans líður, afkastamikill og mikilvirkur í opinberri umræðu auk þess sem list hans fór víða. Hann var í hópi íslenskra myndlistar- manna sem héldu sig á klassískum nótum með hlutlægum formum. Þeir sóttu myndefni til náttúrunnar, sög- unnar, þjóðsagna, þjóðlegra minja og minna eða daglegs mannlífs, mest til sjávar eða sveita. Þetta voru örfáir tugir manna, langflestir karlar, og meðal þeirra mátti greina ólík og fjölbreytt sér- kenni og formræna þróun. Frá þessu tímabili eru auðvitað mörg áhugaverð listaverk. Fram eftir ferli Guðmundar ríkti bærilegur friður um list þessara manna. Umræða milli listamannanna og milli þeirra og gagnrýnenda var oft- ast hófstillt. Seinni hluta starfsævinnar tók Guð- mundur virkan þátt í hringiðunni sem varð til með innkomu módernismans í íslenska myndlist. Verk hans voru þá sett til hliðar vegna þróunar sem honum hugnaðist ekki og hann þurfti að takast á við maklega og ómaklega gagnrýni, eiga í hörðum umræðum og skipa sér í fylkingu þegar kom að klofningi meðal listamanna. Hann mátti þola höfnun á ýmsum sviðum og horfa upp á verk sín greind með niðurstöðum sem honum þóttu margar hverjar fjarri sanni. Sam- antekt á greiningunni má m.a. sjá í yfir- litsbókum Björns Th. Björnssonar um íslenska myndlist, (1964 og 1973). Hún hefur bergmálað æði oft í umfjöllun um Guðmund. Fjórar sýningar á verkum listamanns- ins milli áranna 1975 (á Kjarvalsstöð- um) og 2006 (í Gerðarsafni) hafa fengið margan til að efast um að hin einfalda mynd úr fræðaheiminum af Guðmundi Einarssyni sem myndlistarmanni og fjöllistamanni sé sannferðug. Það gerði líka bók Illuga Jökulssonar um Guð- mund (Ormstunga 1997), enda þótt þar fari hvergi fræðileg umfjöllun. Reyndar hafa örfáir sérfræðingar og listamenn tekið fyrstu skrefin að endurskoðun heildarmyndar af listamanninum og Á d r e p u r
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.