Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 46

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 46
Á r n i F i n n s s o n 46 TMM 2012 · 2 Á sama tíma og íslensk stjórnvöld vöruðu ákaft við framgangi umhverfis- verndarsamtaka settu menn í gír og stefndu á að Ísland yrði forystuþjóð um nýtingu endurnýjanlegrar orku. En til þess að slæva aðeins stóriðjubrodd- inn var kúrsinn settur á forystusæti í heiminum við nýtingu vetnis til að knýja bifreiðar.27 Íslensk stjórnvöld hafa nú viðurkennt að vera eftirbátur nágrannaríkjanna hvað varðar nýtingu á endurnýjanlegu og/eða minna mengandi eldsneyti fyrir bifreiðar. Vetnisútrásin mistókst.28 Í viðtali við fréttamann Ríkisútvarpsins, Jón Guðna Kristjánsson, þann 10. maí 1997 lýstu Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson, f.v. utanríkisráðherra, skelfingu sinni yfir framgöngu umhverfis verndarsamtaka sem með aðgerðum sínum vildu knýja alþjóða- stofnanir til að hlutast til um nýtingu fiskstofna og notkun veiðarfæra. Í blaðagrein ári síðar skýrði Halldór Ásgrímsson afstöðu sína með eftirfarandi hætti: Á undanförnum árum hafa Íslendingar orðið þess áþreifanlega varir í hvalamálum og loftslagsmálum, að ekki er hægt að ganga að því vísu að umræður um sjálfbæra þróun í alþjóðlegu samhengi taki ýtrasta tillit til sjálfbærrar þróunar í hinu íslenska samfélagi.29 Hér er tengingin við hvalveiðideiluna orðin mun víðtækari en nýting auðlinda sjávar. Umhverfisverndarsamtök – bæði heima og erlendis – höfðu gagnrýnt að ótæpileg losun gróðurhúsalofttegunda frá álverum stæðist ekki alþjóðlegar skuldbindingar Íslands. Íslensk stjórnvöld unnu að því hörðum höndum að afla undanþágu frá Kyoto-bókuninni sem gerð var í desember árið áður. Í ræðu á aðalfundi Vinnuveitendasambands Íslands (nú Samtökum atvinnu lífsins) þann 7. maí 1998 skýrði Halldór Ásgrímsson afstöðu Íslands nánar og sagði: Við getum í reynd staðið frammi fyrir því að geta ekki nýtt fallvötn okkar og jafnvel ekki fiskimið vegna þrýstings á alþjóðavettvangi í nafni umhverfisverndar. Er það umhverfisvernd í augum þjóðar sem á allt sitt undir endurnýjanlegum auðlindum og hefur í ellefu hundruð ár lifað í betri sátt við umhverfi sitt en flestar aðrar þjóðir?30 Ekki er unnt að finna skynsamlega skýringu á því hvernig utanríkisráðherra gat komist að þessari niðurstöðu. Kristjáni Loftssyni, eiganda Hvals hf., má e.t.v. vera nokkur vorkunn að halda því fram að næst á eftir hvalveiðum hyggist umhverfisverndarsamtök stöðva fiskveiðar. Hann rekur áróður fyrir sérhagsmunum. En utanríkisráðherra á að tala fyrir þjóðarhagsmunum og hefur að baki sér her diplómata og sérfræðinga til þess að vinna að lang- tímastefnu. Hitt er mýta að Íslendingar hafi í „… ellefu hundruð ár lifað í betri sátt við umhverfi sitt en flestar aðrar þjóðir.“ Í stefnuræðu sinni á Alþingi þann 4. október 1999 veittist Davíð Oddsson harkalega að umhverfisverndarsamtökum fyrir gagnrýni þeirra á loftslags-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.05.2012)
https://timarit.is/issue/401778

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.05.2012)

Aðgerðir: