Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 83
Í t a l í u þ r í l e i k u r
TMM 2012 · 2 83
því hann skottast um eins og smástrákur, kvikur og fullur af
lífi. Ég læt sem mér finnist þetta ekki vandræðalegt, því það
myndi aðeins auka á vandræðalegheitin. Ég held andlitinu,
eins og þeir segja í Ameríku.
„Immortal, immortal!“ Ljósmyndarinn er ánægður, og þá er
ég ánægður. Hann brosir og gantast við manninn í fornbóka-
básnum, skilar stólnum og fylgir mér síðan aftur á hótelið.
Herbergið aftur, fimmtán mínútum síðar. Ég ligg ofan á rúm-
inu og reyni að lesa smásögur Hemingways en hef ekki ein-
beitinguna í það. Tíminn er frosinn fastur, herbergið virðist
enn minna en um morguninn og ég er fullkomlega einmana,
týndur og einskisnýtur:
Immortal
ÞRUMUVEðUR
Ekki dagsferð, heldur brot úr degi. Stund milli stríða. Því
ekki að skreppa til Pisa? Hraðbrautin teygist yfir landið,
fram undan brýr og tollahlið, ítalskar sveitir til beggja handa,
afreinar og aðrir vegir. Allt eins og heima, bara allt, allt
öðruvísi. Á bensínstöð eru seldar kjötvörur úr nágrenninu,
ég kaupi mér panino, matarmikla samloku sem er smurð á
staðnum, og sjóðheitan americano úr risavaxinni expressovél,
lagaður af fagmanneskju og borinn fram sem rótsterkt kaffi
í postulínsbolla og heitt vatn til hliðar í stálkönnu svo ég geti
ráðið sjálfur styrknum á kaffinu.
Allt eins og heima, bara allt, allt öðruvísi.
Hraðbrautin aftur, eins og áður. Svo byrjar að rigna, dropi og
dropi lendir á framrúðunni og skolar burt dauðum flugum
á meðan bíllinn þýtur áfram á 160 km hraða á klukkustund.
Fimm akreinar og óteljandi bílar svo langt sem augað eygir.
Fyrir utan borgina eru heilu hektararnir af deyjandi sólblóm-
um. Þau eru upplituð, grá og guggin, og hengja þungt höfuðið
– milljón þunglynd ljóðskáld, heill her af dauðum sálum.
Haust í Toskana-héraði.