Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Blaðsíða 34
S t e i n a r B r a g i
34 TMM 2012 · 2
á styttuna, á örina sem teygði sig upp af strengnum og ögraði himninum.
Hann lá í garðinum og á dreif umhverfis hann lágu stelpurnar, sumar naktar.
Við hitann frá sólinni bunguðu rifurnar upp á milli moldarlitra barmanna
eins og blóm, eins og velgjuleg bleik blóm.
6. kafli
Eftir að stúlkurnar hurfu inn í lyftuna eitt kvöldið, gripu tveir öryggis-
varðanna geldinginn og settu á stól í vaktherberginu. Annar þeirra hélt aftur
af hundinum sem var frávita af æsingi yfir einhverju sem lá í plastpoka á
borðinu, en hinn greip pokann, dró upp úr honum eitthvað grátt, hnúskótt og
ekki ósvipað tveimur litlum heilum, og dinglaði því framan í geldinginn.
„Eitthvað sem þú kannast við?“ sagði hann og hló, sveiflaði svo kúlunum
eins og pendúl fyrir augum geldingsins sem fann værð leggjast yfir sig.
Vörðurinn fleygði kúlunum í gólfið þar sem hundurinn greip strax aðra þeirra
í kjaftinn og bruddi milli tanna sér meðan hin kúlan dinglaði á streng niður
úr munnviki hans. Verðirnir, sem voru ekki lengur tveir heldur margir, fimm
eða sex, hlógu svo að glumdi um herbergið og horfðu á geldinginn sem hreyfði
sig ekki úr stólnum. Hundurinn skóflaði upp í sig hinni kúlunni, bruddi hana
líka, og munnvatnið úr honum safnaðist í stóran poll á gólfinu. Þá sleikti hann
út um, einu sinni snöggt og gelti svo ákaft og reiðilega að geldingnum að froða
myndaðist í munnvikunum, og í bland við hlátrasköllin frá vörðunum fannst
geldingnum hann vera umlukinn úfnum sjó sem skall á klettum, líkt og hann
ylti og sópaðist um í hvítfyssandi briminu.
Honum var skilað aftur að dyrunum sem lágu út í garðinn, ýtt út um þær og
lokað á eftir. Hann gekk aleinn um garðinn, sá að himinninn var heiðskír og
stjörnurnar tindruðu skært, innrammaðar af veggjum búrsins. Geldingurinn
vaggaði sér hægt af einni löpp yfir á aðra og sá stjörnurnar hreyfast með, fannst
eins og stjörnurnar svöruðu hreyfingum hans og hann dansaði við þær, en án
löngunar. Hann lokaði augunum, hélt áfram að vagga sér, fann fyrir borginni
allt í kringum sig, eyðimörkinni, heiminum. Smám saman birti innan á
augnlokunum og næst þegar hann leit til himins sá hann tunglið gægjast yfir
vegginn. Það var kringlótt og þrútið af ljósi, hreyfðist hægt yfir himininn og
staðnæmdist yfir styttunni í miðju garðsins. Útlínur hennar skerptust og urðu
dimmar en broddur örvarinnar ljómaði. Geldingurinn klæddi sig úr fötunum
þar til hann var nakinn, steig þá út í gosbrunninn og prílaði upp eftir honum
þar til hann stóð frammi fyrir styttunni.
Hann virti fyrir sér andlit styttunnar sem var ekki nema nokkrar ávalar
línur í marmara, sá fyrir sér tóma salina í fjallinu þar sem marmarablokk-
irnar voru höggnar, heyrði höggin bergmála um salina. Þá hallaði hann sér
yfir örina, lagði augað að broddinum og þrýsti sér hægt niður, fann örina
smjúga inn um mjúkt frauðið í auganu og breiðast eins og ljós um höfuðið,
niður handleggina og brjóstið; án löngunar og án ástar.