Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Qupperneq 34

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Qupperneq 34
S t e i n a r B r a g i 34 TMM 2012 · 2 á styttuna, á örina sem teygði sig upp af strengnum og ögraði himninum. Hann lá í garðinum og á dreif umhverfis hann lágu stelpurnar, sumar naktar. Við hitann frá sólinni bunguðu rifurnar upp á milli moldarlitra barmanna eins og blóm, eins og velgjuleg bleik blóm. 6. kafli Eftir að stúlkurnar hurfu inn í lyftuna eitt kvöldið, gripu tveir öryggis- varðanna geldinginn og settu á stól í vaktherberginu. Annar þeirra hélt aftur af hundinum sem var frávita af æsingi yfir einhverju sem lá í plastpoka á borðinu, en hinn greip pokann, dró upp úr honum eitthvað grátt, hnúskótt og ekki ósvipað tveimur litlum heilum, og dinglaði því framan í geldinginn. „Eitthvað sem þú kannast við?“ sagði hann og hló, sveiflaði svo kúlunum eins og pendúl fyrir augum geldingsins sem fann værð leggjast yfir sig. Vörðurinn fleygði kúlunum í gólfið þar sem hundurinn greip strax aðra þeirra í kjaftinn og bruddi milli tanna sér meðan hin kúlan dinglaði á streng niður úr munnviki hans. Verðirnir, sem voru ekki lengur tveir heldur margir, fimm eða sex, hlógu svo að glumdi um herbergið og horfðu á geldinginn sem hreyfði sig ekki úr stólnum. Hundurinn skóflaði upp í sig hinni kúlunni, bruddi hana líka, og munnvatnið úr honum safnaðist í stóran poll á gólfinu. Þá sleikti hann út um, einu sinni snöggt og gelti svo ákaft og reiðilega að geldingnum að froða myndaðist í munnvikunum, og í bland við hlátrasköllin frá vörðunum fannst geldingnum hann vera umlukinn úfnum sjó sem skall á klettum, líkt og hann ylti og sópaðist um í hvítfyssandi briminu. Honum var skilað aftur að dyrunum sem lágu út í garðinn, ýtt út um þær og lokað á eftir. Hann gekk aleinn um garðinn, sá að himinninn var heiðskír og stjörnurnar tindruðu skært, innrammaðar af veggjum búrsins. Geldingurinn vaggaði sér hægt af einni löpp yfir á aðra og sá stjörnurnar hreyfast með, fannst eins og stjörnurnar svöruðu hreyfingum hans og hann dansaði við þær, en án löngunar. Hann lokaði augunum, hélt áfram að vagga sér, fann fyrir borginni allt í kringum sig, eyðimörkinni, heiminum. Smám saman birti innan á augnlokunum og næst þegar hann leit til himins sá hann tunglið gægjast yfir vegginn. Það var kringlótt og þrútið af ljósi, hreyfðist hægt yfir himininn og staðnæmdist yfir styttunni í miðju garðsins. Útlínur hennar skerptust og urðu dimmar en broddur örvarinnar ljómaði. Geldingurinn klæddi sig úr fötunum þar til hann var nakinn, steig þá út í gosbrunninn og prílaði upp eftir honum þar til hann stóð frammi fyrir styttunni. Hann virti fyrir sér andlit styttunnar sem var ekki nema nokkrar ávalar línur í marmara, sá fyrir sér tóma salina í fjallinu þar sem marmarablokk- irnar voru höggnar, heyrði höggin bergmála um salina. Þá hallaði hann sér yfir örina, lagði augað að broddinum og þrýsti sér hægt niður, fann örina smjúga inn um mjúkt frauðið í auganu og breiðast eins og ljós um höfuðið, niður handleggina og brjóstið; án löngunar og án ástar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.