Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Síða 58

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Síða 58
B r y n h i l d u r Þ ó r a r i n s d ó t t i r 58 TMM 2012 · 2 Hvað sýna rannsóknir? Íslensk börn lesa sífellt minna utan skólans og lesskilningi þeirra hrakar. Þau lesa síður bækur sér til ánægju en börn í helstu samanburðarlöndunum og minna en meðal-barnið í Evrópu. Strákarnir lesa talsvert minna en stelp- urnar og unglingsstrákar minnst af öllum. Ef litið er á nýlegar rannsóknir á lestrarvenjum barna virðist hlutfall þeirra sem ekkert lesa liggja í kringum 25 prósentin. Þannig lesa 23% íslenskra 10. bekkinga aldrei bók sér til ánægju sem er marktækt hærra hlutfall en meðaltal 35 Evrópulanda, skv. ESPAD-rannsókninni sem lögð var fyrir 2007.8 Fjöldi bóklausra mældist enn meiri skv. rannsókn Þorbjörns Broddasonar, Börn og sjónvarp á Íslandi, 2009. Þá höfðu 28% 10–15 ára barna ekki lesið aðra bók en skólabækurnar undanfarinn mánuð og einungis 4% töldust stórlesendur, þ.e. höfðu lesið 10 bækur eða fleiri.9 Svipaðar niðurstöður fengust í rann- sókninni Ungt fólk á Íslandi 2011. Þar reyndust 20–25% nemenda í 5., 6. og 7. bekk aldrei lesa aðrar bækur en skólabækurnar.10 Þegar þróunin er skoðuð sést að bóklausum börnum hefur fjölgað mikið á fjórum áratugum. Í bóklausa hópnum voru 11% 10–15 ára barna árið 1968 en árið 2009 voru 28% barna bóklaus. Hæst fór hlutfallið í 33% árið 2003. Lestrarhestarnir á sama aldri voru 10% hópsins árið 1968 en höfðu skroppið saman í 4% árið 2009. Fæstir voru lestrarhestarnir árið 2003 þegar aðeins 3% barna sögðust lesa mjög mikið.11 Athyglisvert er að þótt ánægju- legur viðsnúningur hafi orðið milli 2003 og 2009, þegar bóklausi hópurinn minnkaði um 5 prósentustig, fjölgaði aðeins um eitt prósentustig í kappsam- asta hópnum. Ef til vill gefur það enn betri mynd af stöðunni að áætla fjölda barna sem les eða les ekki. Í meðalárgangi í grunnskólunum eru 4.500 börn. Þetta þýðir að í árganginum sem lauk grunnskólaprófi 2007 (börn fædd 1991) voru meira en þúsund bóklausir einstaklingar, skv. ESPAD-rannsókninni. Í árgöngunum sex sem tóku þátt í rannsókninni Börn og sjónvarp á Íslandi 2009 eru um 27 þúsund börn. Áætla má að af þeim hafi hátt í 1.100 lesið mjög mikið en sjö sinnum fleiri, eða um 7.700 börn á mið- og unglingastigi grunnskólans, voru bóklaus. Hér er vert að bæta við tölum um kynjamun á lestraráhuga. Kynjamunurinn margumræddi sem vakti svo mikla athygli haustið 2011 byggist á árangri í lesskilningi í PISA-prófunum 2009. Þar reyndust 23,2% reykvískra pilta raða sér í neðstu hæfnisþrepin í lesskilningi og 9% stúlkna. Kynjamunurinn var hvorki nýr né óvæntur og ekki sér-reykvískur heldur. Utan Reykjavíkur röðuðust 24,3% pilta og 9,8% stúlkna í lægstu hæfnisþrepin.12 Þessi slaki árangur stórs hóps unglinga í lesskilningi endurspeglar lestrarvenjur þeirra. Stelpur lesa miklu meira en strákar og kynjamunurinn er birtingarmynd ólíkra lestrarvenja kynjanna. Í tengslum við PISA-kannanirnar eru börnin spurð ýmissa spurninga sem gefa eiga mynd af bakgrunni þeirra, lestrarvenjum og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.