Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Side 48

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Side 48
Á r n i F i n n s s o n 48 TMM 2012 · 2 „… virkja markaðsöflin, í bandalagi við sjónarmið verndunarsinna, nefnilega að setja upp svæðisstofnanir, sem fengju umboð í alþjóðasamningum til að koma á fót vottunarkerfi. Allur fiskur, sem færi á markað, yrði að bera vottorð um að stofninn væri ekki í hættu, fiskurinn væri afurð ábyrgra fiskveiða, úr ómenguðu umhverfi o.s.frv.,“ segir Jón Baldvin og nefnir sérstaklega samstarf náttúruverndarsam- takanna World Wide Fund for Nature og stórfyrirtækisins Unilever um að hrinda þessari hugmynd í framkvæmd.33 Sendiherrann talaði hér máli íslenskra stjórnvalda sem virtust ekki taka neitt alvarlega í þessari greiningu nema að bandarísk stjórnvöldu séu „… undir mjög sterkum áhrifum frá þeim öflum, sem þarna vilja ganga lengst“. – Væntanlega er hér átt við öfl sem vilja ganga lengst í verndun. Í frumdrögum lokaniðurstöðu Ríó +20 segir: 83. We note that despite agreement to restore global fish stocks to sustainable levels by 2015, many stocks continue to be depleted unsustainably. We call upon States to re-commit to maintaining or restoring depleted fish stocks to sustainable levels and to further commit to implementing science-based management plans to rebuild stocks by 2015.34 Þetta orðalag er mun skýrara en fram kemur í tillögu Íslands um niðurstöðu Ríó +20. En hvernig má það vera að ríkisstjórn Íslands óttist framgöngu umhverfisverndarsamtaka til að vernda lífríki sjávar? Ísland leggst gegn eigin tillögu Árið 2004 var gefin út samræmd stefnumótun íslenskra stjórnvalda í mál- efnum hafsins. Stefnumótunin var gefin út sameiginlega í nafni sjávarútvegs-, umhverfis- og utanríkisráðherra og var markmið hennar að skýra stefnu Íslands í málefnum hafsins, sem segja má að hafi skarast milli þessara þriggja ráðuneyta og niðurstaðan endurspeglar að nokkru mismunandi áherslur þeirra. Á bls. 9 segir: Að margra mati hafa frjáls félagasamtök á sviði umhverfismála átt það til að ganga of langt í málflutningi sínum. Þau hafa í sumum tilfellum afflutt vísindalegar niður- stöður málstað sínum til framdráttar. Getur þetta valdið togstreitu og torveldað annars mikilvægt og gagnlegt samstarf milli aðila. Meðal sumra félagasamtaka gætir einnig verulegrar tilhneigingar til að fella verndun, í auknum mæli, undir hnattræna stjórnun.35 Síðan segir að Ísland hafi: … oft þurft að veita viðnám tilhneigingum til hnattrænnar stjórnunar auð- linda- nýtingar, svo sem á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, þar sem bornar eru fram ályktanir ár hvert um hafið og hafréttarmál, og í starfi innan alþjóðasamninga sem fjalla um málefni er tengjast hafinu.36
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.