Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Síða 98

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Síða 98
S i g u r ð u r Pá l s s o n 98 TMM 2012 · 2 alíteti. Baráttan stendur ekki um hverja setningu, ekki einu sinni um hvert orð heldur beinlínis hvert atkvæði. Tilfinningar skýrar, hreinar. Minna á tilfinningar barna, geðsjúklinga, þroskaheftra etc. án þess þær séu neitt af þessu. Rólegur virðuleiki, barnslegur hátíðleiki yfir þessum leikverum. Fastar í ping-pong-veröld tvennunnar. Þessi tvenna gæti verið persónur á elliheimili, fangelsi, geðveikrahæli en líka hvaða par eða hjón sem er, hvaða tvenna sem er, hvar sem er í veröldinni. Grátbrosleg mynd af mannskepnunni og hlutskipti hennar. Svo kom sumarið 2008. Þegar ég hugsaði til Utan gátta varð ég órólegur. Bjóst við herfilegum viðtökum gagnrýnenda jafnt sem áhorfenda, verkið er sérkennilegt, það hefur ekki alltaf verið tekið mjög vel á móti slíku. Leikhús er að mörgu leyti íhaldssamt fyrirbæri, sérstaklega í jafn ein- sleitu þjóðfélagi og því íslenska. Hvers vegna? Vegna þess að það getur aldrei komist mjög langt frá móttökuhæfni áhorfenda, það er háð áhorfendum. Í ágúst 2008 uppgötvaði ég bækur Eckhart Tolle. Hann er andlegur kenn- ari og leitandi fremur en leiðtogi. Höfundur til dæmis bókanna Mátturinn í núinu, The Power of Now og Ný Jörð. Ég fann eftirfarandi paragraf í Nýrri Jörð: „Það sem þú skynjar ef til vill sem rödd í höfðinu á þér er þagnar aldrei er straumur endalausrar og áráttukenndar hugsunar. Þegar hver einasta hugsun gleypir athygli þína gersamlega, þegar þú ert svo samsamaður röddinni í höfði þínu og tilfinn- ingunum sem fylgja henni að þú týnir sjálfum þér í hverri einustu hugsun og til- finningu, þá ertu algerlega samsamaður formi og þess vegna í greipum égsins. Égið er samansafn endurtekinna hugsanaforma og skilyrtra andlegra-tilfinningalegra mynstra með skynjun á ég, með skynjun á sjálf. Ég kemur til sögunnar þegar Ver- undarskynjun þín, „ég er“, sem er formlaus vitund, rennur saman við form. Þetta er það sem felst í samsömun. Þetta er gleymska Verundar, frumvillan, skynvilla hins algera aðskilnaðar sem gerir veruleika að martröð.“ Ég verð að segja eins og er, mér fannst eins og Tolle væri beinlínis að tala um leikverkið Utan gátta. Ég fann margt fleira í bókum hans en læt þessa tilvitnun nægja. Þessir þankar róuðu mig algjörlega, nú fannst mér ég vita um hvað Utan gátta snerist, verkinu er að einhverju leyti stefnt gegn ófrjórri áráttuhugsun mannskepnunnar. Um haustið héldu æfingar áfram, alltaf ríkti sami góði skapandi andinn. Enn átti ég eftir að skrifa bláendann, síðustu tvær síðurnar, ég naut þess. Skrifaði fjölmargar útgáfur, strikaði út, skrifaði aftur, strikaði út næstum allt, less is more, ísjakaprinsippið lifi. Af hverju gekk þetta svona? Auðvitað var ég einfaldlega að treina mér augnablikið þegar starfi leikskáldsins er lokið. En svo kom að því. Og eftir það var engu orði breytt. Á lokaspretti æfingatímans varð Hrunið. Það var mjög sláandi að koma á æfingu daginn eftir Guð-blessi-Ísland-ræðu þáverandi forsætisráðherra, skyndilega voru Villa og Milla komnar í nýjan og afar óþægilegan fókus, allt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.