Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Page 7
6
kvæntr maðr og aldrei fyrri sakfallinn fyrir nokkurt lagabrot“.14 ætla
má að þessi vitnisburður um aðila málsins hafi haft nokkur áhrif á loka-
úrskurð yfirdóms. Þá ályktun má draga af því að réttarkerfið virðist enn
andsnúið fötluðum einstaklingum sem verða fyrir kynferðisafbrotum.15
Löggæslufólk telur þá að minnsta kosti vera óáreiðanleg vitni enn þann
dag í dag og kemur það illa heim og saman við að tvisvar til fimm sinnum
líklegra er talið að fatlaðar konur verði fyrir kynferðisofbeldi en ófatl-
aðar.16 En hvernig sem því er farið, í ágripi sem birtist í Þjóðólfi um máls-
atvik í fyrrgreindu 19. aldar máli segir að Ólafur hafi:
„falað hana [Guðríði] til samræðis og flett upp um hana fötunum,
en er hún eigi vildi verða við vilja hans og fór að hljóða“, „lokkaði
hana með sér inn i bæinn og lokaði aptr eptir þeim og inn í bað-
stofu, lagði hana þar upp í rúm“, og hafði þar fram með henni vilja
sinn.17
Ólafur var sakfelldur í héraði fyrir nauðgun og hórdóm „í fyrsta sinn“
en áfrýjaði málinu til yfirdóms sem komst að annarri niðurstöðu.18 Að
sögn Þjóðólfs þótti dómurum yfirdóms, það er að segja öllum nema einum:
[…] réttargjörðirnar bera með sér, að stúlkan hefði „ekki hljóðað,
þegar hinn dómfeldi lagði hana upp í rúmið, og að ekki væri að sjá,
að hún þá hafi veitt neina mótstöðu“, og þess vegna virtist yfirdóm-
inum „ekki næg ástæða til að álíta, að nein slík aðferð hafi verið við
höfð af ákærða, eða […] álíta að hann hafi gjört sig sekan i nauðg-
un.“19
14 „Dómr yfirdómsins í sökinni: réttvísin, gegn Ólafi Gíslasyni úr Arnessýslu“, Þjóð-
ólfur 17. apríl 1858, bls. 75.
15 Fimm þroskahamlaðar konur lýstu kynferðislegri áreitni af hendi sama mannsins.
Ríkissaksóknari felldi niður rannsókn málsins vegna þess að maðurinn neitaði
ásökunum. Sjá Ingi R. Ingason og Helgi Seljan, „Þroskahamlaðir njóta minni
verndar“, Kastljós, 3. nóvember 2015, sótt 10. desember 2018 af http://ruv.is/frett/
throskahamladir-njota-minni-verndar.
16 Sjá t.d. Hilary Brown, June Stein og Vicky Turk, „The sexual abuse of adults with
learning disabilities: Report of a second two–year incidence survey“, Mental Hand-
icap Research 1/1995, bls. 3–24.
17 „Dómr yfirdómsins í sökinni: réttvísin, gegn Ólafi Gíslasyni úr Arnessýslu“, Þjóð-
ólfur 17. apríl 1858, bls. 75.
18 Þess má geta að Ólafi var gert að greiða Bessa bónda, föður Guðríðar, 10 ríkisdali
fyrir brotið gegn dótturinni. Stúlkunni voru engar bætur dæmdar. Sjá sama heim-
ild, bls. 75.
19 Sama heimild, bls. 75.
BerGljót SOFFÍA, Guðrún OG SiGrún MArGrét