Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Síða 10
9
aðstoð ef þær þurfa að flýja undan barsmíðum eða nauðgunum“.28 Sama ár
og niðurstöður rannsóknar fræðikvennanna þriggja var birt, árið 1982, var
Kvennaathvarfið á Íslandi stofnað.29 Á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8.
mars árið 1989 komu íslenskar konur frá fjölda kvennasamtaka og félögum
svo saman og héldu baráttufund í Hlaðvarpanum. Konurnar ákváðu að
helga daginn kynferðisofbeldi á Íslandi og stofna Samtök kvenna gegn
kynferðisofbeldi. Fyrsta verkefni samtakanna var að stofna ráðgjafar- og
upplýsingamiðstöð fyrir konur og börn sem höfðu verið beitt kynferð-
islegu ofbeldi. Fjárframlög frá ríkinu fengust ári síðar þannig að á eins
árs afmæli samtakanna hófu Stígamót göngu sína.30 Á svipuðum tíma,
uppúr 1990, er þriðja bylgja femínisma talin hefjast hérlendis. Hún byggir
á grunni fyrstu og annarrar bylgju en erfitt er að rekja hugmyndir henn-
ar nákvæmlega því straumar og stefnur innan hennar eru margvíslegar;
þó má segja að hún leggi áherslu á fjölbreytileika og frelsi. Meðal ann-
ars hefur verið bent á að meginþema bylgjunnar sé að skoða sögulegar,
menningarlegar og sálfræðilegar mótsagnir femínismans.31 Í kjölfar þriðju
bylgjunnar á Íslandi var byrjað að kenna kvennafræði (sem síðar hlutu
nafnið kynjafræði) árið 1996 við Háskóla Íslands og tvö femínistafélög
voru stofnuð, annars vegar Bríet, félag ungra femínista, árið 1998 og hins
vegar Femínistafélag Íslands árið 2003.32
Blaðamenn, aðgerðarsinnar og fræðimenn eru nú teknir að kalla ýmis-
legt sem hefur verið ofarlega á baugi í femínískri baráttu síðasta áratug
eða svo fjórðu bylgju femínismans enda þótt hugmyndin um hana hafi
ekki öðlast jafnfastan sess og hugmyndin um hinar þrjár.33 Til einkenna
fjórðu bylgjunnar hafa m.a. verið talin húmor, umfjöllun um nauðgunar-
menningu, femínismi á vefmiðlum og áherslan á að þörf sé að skoða í
samhengi stöðu kvenna og minnihlutahópa í samfélaginu en sú umræða
28 „Vændi, nauðganir og valdbeiting í fjölskyldunni“, bls. 12.
29 „Um samtökin“, Kvennaathvarf, sótt 11. desember 2018 af https://www.kvenna
athvarf.is/sagan/.
30 „Stofnun Stígamóta“, Stígamót, sótt 11. desember 2018 af https://www.stigamot.
is/is/um-stigamot/saga-stigamota.
31 Sjá Catherine M. Orr, „Charting the Currents of the third wave“, Hypatia 3/1997,
bls. 29–45, hér bls. 31.
32 Sjá Auður Magndís Leiknisdóttir og Gunnhildur Sigurhansdóttir, „Brot úr sögu
femínismans“, Vera 5/2003, bls. 20. Alda Björk Valdimarsdóttir gerir þriðju bylgj-
unni eða póstfemínismanum góð skil í bók sinni Jane Austen og ferð lesandans:
Skáldkonan í þremur kvennagreinum samtímans, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2018,
t.d. bls. 135–144.
33 Prudence Chamberlain, The Feminist Fourth Wave, bls. 1.
„EINS OG Að REyNA Að æPA Í DRAUMI“