Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Síða 12
11
Ónefnt er atriði sem tengist að minnsta kosti tveimur bylgjum fem-
ínismans, þ.e. að síðustu áratugi hafa komið fram ýmsar ævi- og lífs-
reynslusögur – svo og skáldsögur – sem snúast einkum um kynferðislegt
ofbeldi. Með sífellt fleiri frásögnum af þessum toga hafa menn tekið að
horfast í augu við kynbundið valdamunstur sem viðgengst í samtímanum
(jafnt í þröngu sem víðu samhengi) og orðið gagnrýnni en fyrr á ýmis lög,
dóma og fyrningarákvæði. Krafa um að réttlæti nái fram að ganga í dóms-
málum sem tengjast kynbundnu ofbeldi hefur jafnframt orðið háværari.
Dómskerfið hefur verið gagnrýnt fyrir að starfa gegn vitund almennings
um hlutverk réttarins, til dæmis með því að fella niður stóran hluta nauðg-
unarkæra.39
Barátta femínista á ólíkum tímum hefur skilað miklum árangri þó að
enn virðist nokkuð langt í land hérlendis að jafnri stöðu karla og kvenna
verði náð, svo ekki sé minnst á bága stöðu ýmissa minnihlutahópa.
Vitundarvakningin sem hefur orðið um kynbundið ofbeldi sem glæp verð-
ur þó vonandi til að bæta meðferð slíkra mála, bæði hjá framkvæmda- og
dómsvaldi.
3.
Fyrstu niðurstöður rannsókna Örnu Hauksdóttur og Unnar Valdimars-
dóttur á áfallasögum kvenna benda til þess að um fjórðungur íslenskra
kvenna hafi orðið fyrir nauðgun eða nauðgunartilraun á lífsleiðinni.40
2018 á http://www.dv.is/frettir/2018/10/03/lektor-vid-hr-segir-konur-eydileggja-
vinnustadi-karla-konur-reyna-alltaf-ad-troda-ser-thar-sem-karlmenn-vinna/ og
Kolbrún Bergþórsdóttir, „Vonda skoðunin“, Fréttablaðið 12. október 2018, bls. 12.
Seinna var mikið rætt um ummæli kvenna um Jón Steinar Gunnlaugsson hæstarétt-
arlögmann en þau birtust í öðrum lokuðum hópi á Facebook, sjá t.d. Bryndís Silja
Pálmadóttir, „Kallaður kvikindi og ill fygli í netheimum“, Fréttablaðið, 19. október
2018, sótt 14. desember 2018 af https://www.frettabladid.is/frettir/bur-a-fund-
eftir-a-hafa-veri-kallaur-kvikindi-og-illfygli; Baldur Guðmundsson, „Segir Jón
Steinar vera varðhund feðraveldisins“ [viðtal við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur“,
Fréttablaðið 20. október 2018, sótt 14. desember 2018 af https://www.frettabladid.
is/frettir/segir-jon-steinar-varhund-feraveldisins, og Eva Hauksdóttir, „Tilraun
til þöggunar“, Kvennablaðið, 25. október, 2018, sótt 10. desember 2018 á https://
kvennabladid.is/2018/10/25/tilraun-til-thoggunar/.
39 Heildstæðasta íslenska ritið um þetta málefni er vafalaust bók Þórdísar Elvu
Þorvaldsdóttur Á mannamáli: ofbeldi á Íslandi, Reykjavík: JPV, 2009, sjá t.d. kaflana
„Kerfið“ og „Á velli stjórnmála“, bls. 103–237.
40 Sjá Kristín Ólafsdóttir, „Dæmin sýna hvað áföll geta verið mismunandi“, viðtal við
Örnu Hauksdóttur, Vísir, 15. nóvember 2018, sótt 11. desember 2018 af http://
www.visir.is/g/2018181119245.
„EINS OG Að REyNA Að æPA Í DRAUMI“