Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Síða 21
21
2.
Að kvöldi sunnudagsins 10. janúar 1988 hringdi Bragi Ólafsson (1936–
2002) í lögregluna í Reykjavík og bað hana að koma á heimili sitt að
Klapparstíg 11 þar sem eiginkona sín Gréta Birgisdóttir (1961–1988) lægi
ísköld á gólfinu og hann teldi að hún hefði hengt sig. Bragi og kona hans
höfðu drukkið talsvert dagana á undan og Bragi leið út af seint um morg-
uninn vegna ölvunar og svaf í sex til sjö tíma. Þegar hann vaknaði sá hann
að kona hans hékk í „kaðalspottum í svefnherbergisdyrunum“, svo hann
leysti hana úr köðlunum og lagði á gólfið og breiddi svo yfir hana sæng eða
teppi. Bragi tók jafnframt fram að hin látna „hefði sífellt haft á orði, bæði
um nóttina og endranær, að fyrirfara sér“.13
Bragi Ólafsson var handtekinn á staðnum og úrskurðaður í gæsluvarð-
hald, en í fréttum kemur fram að hann hafi verið ölvaður þegar lögreglan
mætti á vettvang glæpsins og „frásögn hans af atburðum mjög óljós“.14 Er
þetta í samræmi við lýsingar í dómi sakadóms Reykjavíkur frá því í júní
1988, en skýringar Braga um að eiginkona sín hefði stytt sér aldur voru
ekki teknar trúanlegar í ljósi þeirra gagna sem lágu fyrir í málinu. Var
Bragi dæmdur til átta ára fangelsisvistar og þótti sannað að ákærði hefði
„gerst brotlegur við 211. grein almennra hegningarlaga“, en sá dómur var
þyngdur um tvö ár í Hæstarétti í apríl 1989.15
Í gögnunum, sem fylgja dómsorðinu hjá sakadómi Reykjavíkur, birtist
skýrt hversu mjög á reiki frásögn eina vitnisins er. Erfitt er að ráða í minn-
isleysi Braga, hvort rekja megi það til mikillar áfengisneyslu eða þarfar til
þess að réttlæta verknaðinn og firra sig ábyrgð á hörmungum næturinnar,
en líklega má leita skýringanna í hvorutveggja. Þegar Bragi vaknaði af ölv-
unarsvefni sínum og sá að kona sín var látin, hóf hann drykkju að nýju og
var búinn að drekka eina flösku af áfengi einum til tveimur tímum seinna,
þegar hann loksins hafði samband við lögreglu. Í umfjöllun sakadóms
kemur fram að þegar Bragi tilkynnti um dauða Grétu var hann „greinilega
13 Hrd. nr. 250/1988, bls. 634–652. Úr dómi Sakadóms Reykjavíkur 13. júní 1988,
bls. 637.
14 „ung kona finnst látin á heimili sínu. Farið fram á gæsluvarðhald eiginmanns
hennar“, Morgunblaðið 12. janúar 1988, bls. 60 (baksíða).
15 iDS, „Átta ára fangelsisdómur: Sannað að hann hafi orðið konu sinni að bana“,
Tíminn 15. júní 1988, bls. 7. Sjá einnig Hrd. nr. 250/1988, bls. 636. Dómur féll í
Hæstarétti 19. apríl 1989 (bls. 634–636), en í sakadómi Reykjavíkur 13. júní 1988
(bls. 636–652).
„ÉG VEiT HVAð HöFuð ÞiTT VÓ EN ÞEKKi EKKi SÍðuSTu HuGSuNiNA“