Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Page 26
26
orðum: „Ég bjargaði henni margsinnis vísvitandi, en drap hana óvart.“30
Setningin er jafn áhrifamikil og hún er ósönn og með því að hleypa henni
að í ljóðinu hefði verið hætta á því að morðinginn tæki yfir frásögnina og
sjálfsréttlætingar hans slægju lesendann óþarfa blindu. Það er líklega ástæða
þess að Gerður heldur skýringum Braga utan ljóðsins og styðst fremur við
sjónarhorn utanaðkomandi ljóðmælanda sem ber öllu þögult vitni.
En hvert er þá hið fagurfræðilega viðmið Drápu, út frá hvers konar
frásagnarramma er hentugast að lesa ljóðið?
3.
Hver er hugmyndin að baki hinu mikla skáldverki Fást? Samkvæmt heim-
spekingnum Friedrich Nietzsche er hún þessi. Mesti fræðimaður tímabils-
ins og heimsborgari tælir unga saumakonu og fær til þess hjálp djöfuls-
ins. „Er þetta virkilega hin stærsta þýska „harmræna hugmynd“, eins og
Þjóðverjar álíta?“ spyr Nietzsche undrandi.31 Það sem ergir heimspek-
inginn jafnvel enn meira en hin harmræna hugmynd er sú staðreynd að
Goethe finnur til samúðar með „litlu“ saumakonunni sinni. Því eins og
þetta höfuðskáld Þjóðverja viðurkenndi sjálfur þá hafði hann ekki kjark til
að skrifa alvöru harmleik. Eftir dauða Grétu stígur hún upp til himnaríkis
og sameinast Fást eftir andlát hans í lok annars þáttar verksins.
Það sem angrar Nietzsche við sögu Goethes má skilgreina sem yfirlýst
fagurfræðilegt markmið Gerðar Kristnýjar, sem vill eins og áður sagði
segja sögu þeirra kvenna sem aldrei gátu búist við því að lífshlaup þeirra
yrði fært til bókar. En hvaða leið velur skáldkonan til þess að koma sögu
Grétu og Braga á framfæri? Hvaða bókmenntagreinar nýtir hún sér til
þess að ramma af ljóðið og skapa því samhengi?
Í áðurnefndum samræðum sínum við Friðriku Benónýsdóttur skil-
greinir Gerður Drápu sem glæpaljóð í anda norrænna glæpasagna og einn-
ig sem drápu. Drápur voru dróttkvæði eða helgikvæði með stefjum32 en
í nafninu býr líka einfaldur orðaleikur því að ljóðið snýst um dráp, er
langt frásagnarljóð um blóðugan glæp eða morð-ballaða. Í þessum skiln-
ingi endurvekur ljóðið að vissu marki liðna hefð því verkið talar til þeirra
30 Samræður við Gerði Kristnýju í febrúar 2017.
31 Friedrich Nietzsche, Human, All Too Human, þýð. R. J. Hollingdale, Cambridge:
Cambridge university Press, 1996, bls. 340.
32 Slík stef má merkja hér og þar í Drápu þótt óregluleg séu, t.d. í endurtekningunni
„Fyrir þitt litla líf / verður ekkert gert“ (57) og „Fyrir þitt litla líf / fæst ekkert
lengur“ (63).
AldA Björk VAldimArsdóttir oG Guðni Elísson