Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Side 27
27
frásagnarkvæða sem vinsæl voru t.d. í Bretlandi á sautjándu, átjándu og
nítjándu öld, skáldskap sem snýst um aðdragandann að ægilegu morði og
svo eftirköstin, fangelsun brotamannsins og dóm. Gerður þarf heldur ekki
að teygja sig sérstaklega langt í aðferð sinni. Morð-ballöðurnar má kalla
undanfara sannra sakamála (e. true crime fiction), bóka sem skrifaðar eru
af rannsóknarblaðamönnum um umtalaða glæpi, en þekkt verk úr sam-
tíma okkar eru Helter Skelter. The True Story of the Manson Murders (1974)
eftir Vincent Bugliosi og Curt Gentry og svo bók Trumans Capote In Cold
Blood (1966).
önnur fyrirmynd sem Gerður nefnir í viðtalinu er norræna glæpasagan
og sú tenging er alls ekki svo fráleit þegar haft er í huga að þessi undirgrein
glæpasögunnar einkennist af ríku „samfélagslegu innsæi“, svo vitnað sé í
inngang Barrys Forshaw að bók sinni um efnið, Death in a Cold Climate.33
Sá siðferðilegi undirtónn sem finna má í mörgum skandinavískum glæpa-
sögum birtist skýrt í Drápu, sem hefur það sem yfirlýst markmið sitt að
draga fram hlutskipti kúgaðra kvenna. En þessi tenging við glæpagreinina
birtist einnig í sögusviði og myndmáli ljóðsins, sem gerist um miðjan vetur
í myrkri og snjó, rétt eins og svo margar glæpasögur frá þessu tiltekna
landsvæði.34 Ljóðið hefst á Reykjavíkur-lýsingu þar sem borgin er böðuð í
kaldri janúarskímu undir hvítu teppi af snjó, sem stundum breytist í harð-
fenni með ótal ísnálum, en þyrlast líka stundum upp í vetrarstormunum
svo að skyggnið verður nánast ekki neitt:
Snjókornin svifu
niður á stéttina
Borgin
slegin nóttu
hvarf í kóf (13)
33 Barry Forshaw, Death in a Cold Climate. A Guide to Scandinavian Crime Fiction, New
York: Palgrave Macmillan, 2012, bls. 2.
34 Sjá hér t.d. greiningu Barrys Forshaw í Death in a Cold Climate. A Guide to Scand-
inavian Crime Fiction, bls. 18 og 133. Ekki þarf að leita lengi til þess að finna
þessa áherslu á myrkur og kulda, því að hún sést glöggt þegar titlar íslenskra
glæpasagnahöfunda eru skoðaðir, s.s. skáldsögur Arnalds indriðasonar (t.d. Vetr-
arborgin (2005), Harðskafi (2007), Reykjavíkurnætur (2012) og Myrkrið veit (2017)),
Yrsu Sigurðardóttur (Kuldi (2012)) og Ragnars Jónassonar (Snjóblinda (2008),
Náttblinda (2014), Dimma (2015), Drungi (2016) og Mistur (2017)). Þessi áhersla
á kulda og vont skyggni er einnig dregin fram í innlendri og erlendri kápuhönnun
glæpasagnanna.
„ÉG VEiT HVAð HöFuð ÞiTT VÓ EN ÞEKKi EKKi SÍðuSTu HuGSuNiNA“