Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Side 33
33
andi orðum: „Ég spandéra ekki / fleiri dögum hér / en ég þarf // lyfti mér
til flugs / hverf í kóf“ (85).38
Þessum yfirnáttúrulega frásagnarþræði er einnig viðhaldið með því
að kynna „Myrkusinn“ (20) til sögunnar, myrka sirkusinn eða karnival-
ið, sem steypir sér yfir stúlku sögunnar eins og þéttriðið net, en eins og
áður sagði kemur boxarinn Grétu til bjargar þegar trúðarnir ráðast á
hana. Atburðurinn reynist tímamót í lífi þeirra beggja, því þegar stúlkan
byrjar með boxaranum gengur hún í myrkusinn (47) og verður hluti af
undirheimum borgarinnar þar sem önnur lögmál ráða ríkjum og jafnvel
hversdagslífið er fullt af spennu og hættum. Hún er loftfimleikastúlka sem
endar á því að hrapa „til bana / með línuna vafða / um hálsinn // þræði
örlaganorna“ (56).
Í lýsingum sínum á Myrkusnum nýtir Gerður Kristný sér ekki aðeins
að Bragi Ólafsson keppti í boxi sem ungur maður í Bandaríkjunum.39
Frásagnarminnið er órofahluti af fantasíuhefð tuttugustu aldar þar sem
djöfullinn og meðreiðarsveinar hans heimsækja lítil samfélög með farand-
sýningu eða ferðasirkus. Hér ber þó að skilja boxarann, sem lætur hnefana
tala, frá hinni yfirveguðu illsku sem einkennir svo oft þá sem leiða leikhóp-
inn í frásögnum sem þessum, einstaklinga eins og Mr. Dark í Something
Wicket This Way Comes (1962) eftir Ray Bradbury og Hina Mömmuna í
Coraline (2002) eftir Neil Gaiman, svo aðeins sé minnst á tvö nútímaverk
þar sem myrka karnivalið er mikilvægur hluti fléttunnar.40 Eins mikilsvert
er að árétta að djöfullinn í verki Gerðar tekur að minnsta kosti ekki með
beinum hætti þátt í atburðarásinni. Hann er fyrst og fremst þögult vitni sem
getur smeygt sér inn um glugga í litlu risi, eins og hann gerir á ögurstundu
rétt eftir að Gréta hefur verið myrt og boxarinn drepist áfengisdauða í fleti
sínu: „Boxarinn / sefur svefni / hinna ranglátu // djúpum / og draumlausum
// Ég lýt niður að þér / svo varir mínar / nema við þínar“ (58).
Á meðan djöfullinn starir á Grétu er lesandinn minntur á að stúlkan sem
hangir lífvana í böndunum er ekki aðeins loftfimleikastúlka sem fallið hefur
til jarðar. Senan vekur jafnframt upp ímynd strengjabrúðunnar, en eins og
38 Línurnar vísa í þekkt ljóð Sigfúsar Daðasonar, „The City of Reykjavík“, en þar
segir í lokalínunni: „Og Djöfullinn spandérar enn einum degi á the City.“ Sjá Ljóð
1947-1996, Reykjavík: JPV útgáfa 2008, bls. 117.
39 Gerður Kristný, „Sé eftir að hafa fæðst!“, Séð og heyrt 10/1998, bls. 13–14.
40 Aðrar samtímasögur sem nýta sér þetta frásagnarminni eru t.d. skáldsaga Stephens
King The Dead Zone (1983), hryllingsmyndin Carnival of Souls (1962) í leikstjórn
Herks Harvey og sjónvarpsþáttaröðin Carnivale (2002–2005).
„ÉG VEiT HVAð HöFuð ÞiTT VÓ EN ÞEKKi EKKi SÍðuSTu HuGSuNiNA“