Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Qupperneq 34
34
kemur fram í bók Davids Hawkes um Fástminnið voru brúðusýningar allt
frá þekktri táknsögu Platós um skuggamyndirnar á hellisveggnum tengdar
þekkingarfræðilegri villu og siðferðishnignun.41 Hawkes segir strengja-
brúðuna því hentugt tæki til þess að draga fram „lágkúrulega illsku“ (e.
the banality of evil). Hún sé í senn aðeins dúkka eða leikfang og líka hlaðin
áhrifamiklum leyndardómi, ímynd þess sem listin getur áorkað – undur og
brella í senn. Tengsl Grétu og strengjabrúðunnar koma glöggt fram í verki
Goethes, en hann kallar ástkonu sína brúðu á fundi þeirra í garði Mörtu.42
Þessi djúpa þversögn brúðunnar birtist hvað skýrast í smásögu eða öllu
heldur ritgerð þýska skáldsins Heinrichs von Kleist (1777–1811), „Über
das Marionettentheater“ (1810), en Kleist var samtímamaður Goethes.43
Þar er því haldið fram að hreyfing brúðunnar búi yfir meiri reisn en hreyf-
ing dansarans vegna þess að hún er laus við þá tilgerð sem fylgir fallinu.
Brúðan í verki Kleists stendur fyrir djúpstæðar þekkingarfræðilegar spurn-
ingar sem ómögulegt er að leysa nema við snúum aftur í það ástand sem
einkennir Eden fyrir erfðasyndina.
Í verki Gerðar er djöfullinn eina vitnið sem lesandinn getur gengið að.
Hvað sér djöfullinn þegar hann starir í augu Grétu? Getur hann miðlað
til lesandans einhverri niðurstöðu eða skilningi á hlutskipti mannsins, ein-
hverri von? Eða er hann rétt eins og lesendur ljóðsins blindaður af sínu
eigin syndafalli?
4.
Áður en lengra er haldið er líklega rétt að skýra betur hin listrænu viðmið
sem setja morðsögu eins og Drápu skorður. Í bók sinni The Aesthetics of
Murder, eða Fagurfræði morðsins, ræðir Joel Black fagurfræðina sem býr að
baki listrænum frásögnum um morð og skoðar fjölda texta frá rómantíska
41 David Hawkes, The Faust Myth. Religion and the Rise of Representation, New York:
Palgrave 2007, bls. 78.
42 Fást segir: „Liebe Puppe, fürcht ihn nicht!“ (3477). Í íslensku þýðingunum tveimur
tapast þessi merkingarauki því að Bjarni Jónsson frá Vogi þýðir línuna svona: „Af
honum ekkert óttast þú!“ (lína 3476 í íslensku þýðingunni), en Yngvi Jóhannesson
svona: „Ástin mín, vertu’ ekki hrædd við hann.“ Sjá: Johann Wolfgang Goethe,
Faust. Sorgarleikur. Fyrri hluti, þýð. Bjarni Jónsson frá Vogi, Reykjavík: Bókaversl-
un Sigfúsar Eymundssonar, 1920, bls. 203; Johann Wolfgang Goethe, Fást. Sorg-
arleikur, þýð. Yngvi Jóhannesson, Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1972,
bls. 139.
43 Í bók sinni The Soul of the Marionette. A Short Enquiry into Human Freedom greinir
breski heimspekingurinn John Gray sögu Kleists og varpar fram spurningum um
frjálsan vilja mannsins. London: Penguin Books 2015, sjá sérstaklega bls. 1–10.
AldA Björk VAldimArsdóttir oG Guðni Elísson