Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Qupperneq 35
35
skeiðinu allt fram á okkar daga. Bókmenntum sem snúast um fagurfræði-
lega formgerð morðsins má samkvæmt Black skipta í fjórar undirgreinar
(e. genre) sem stýrast af því hvar sjónarhorn frásagnarinnar liggur, hvort
það sé hjá fórnarlambinu, rannsóknarlögreglumanninum, morðingjanum
eða vitninu.
Fyrsta sjónarhorninu eru gjarnan gerð skil í spennutryllum (e. suspense
thriller) en þeir leggja áherslu á að miðla tryllingslegum ótta fórnarlambs-
ins og baráttu þess við að halda lífi við skelfilegar aðstæður. Sjónarhorn
rannsóknarlögreglumannsins tilheyrir glæpasögunni eða morðgátunni (e.
detective story/murder mystery), en þar er hin ráðandi tilfinning ekki skelfing
eða ótti, heldur er lesandanum eða áhorfandanum boðið að hrífast af rök-
festu og greiningargetu söguhetjunnar sem kemst að lokum að sannleik-
anum um það sem gerðist. Black bendir á að spennutryllirinn og glæpasag-
an séu vinsælar undirgreinar „morðbókmennta“ og að þær séu venjulega
ekki hátt skrifaðar í hinu listræna samhengi, heldur tilheyri „láglistinni“.
Þessu er að mati Blacks öfugt farið með hinar greinarnar tvær á skýr-
ingarmyndinni sem gjarnan liggja inni á sviði „hálistarinnar“, t.d. frásagn-
ir þar sem sjónarhorn morðingjans er ráðandi. Þetta er þekkt viðfangs-
efni í ýmsum nafnkunnustu sálfræðidrömum heimsbókmenntanna, eins
konar iðrunarfrásögnum (e. psychological confession), en Black nefnir sem
dæmi leikritið Makbeð eftir William Shakespeare, þar sem glæpir og ill-
virki Makbeð-hjónanna setjast fyrir í sál þeirra með eftirminnilegum
hætti og svo auðvitað Glæp og refsingu eftir Fjodor Dostojevskí, þar sem
Raskolnikof tekst meginhluta sögunnar á við afleiðingarnar af ægilegum
verknaði sínum, morðinu á Aljonu Ívanovnu.44 Síðasta sjónarhornið til-
heyrir sjónarvottinum, eða hinum hlutlausa áhorfanda (e. bystander), en
Black segir sjónarvottinn í senn berskjaldaðan og friðhelgan, um leið og
hann ber eyðileggingu morðingjans vitni.
Auðvitað eru skýringarmyndir eins og sú sem Black dregur upp ein-
faldanir. Greinamörk í bókmenntum eru seinni tíma tilbúningur, ímynduð
mæri, enda flæða sögur og kvikmyndir yfir mörkin eftir ýmsum leiðum.45
44 Joel Black, The Aesthetics of Murder. A Study in Romantic Literature and Contemporary
Culture, Baltimore and London: The Johns Hopkins university Press, 1991, bls.
65 – 67.
45 um þessi mörk hefur gríðarlega mikið verið skrifað, ekki síst í kvikmyndafræðum
á undanförunum árum, en hér nægir að nefna þrjú erlend lykilrit: David Bordwell,
Janet Staiger og Kristin Thompson, The Classical Hollywood Cinema. Film Style and
Mode of Production to 1960, New York: Columbia university Press, 1985; Steve
Neale, Genre and Hollywood, London: Routledge, 1999; og Barry Langford, Film
„ÉG VEiT HVAð HöFuð ÞiTT VÓ EN ÞEKKi EKKi SÍðuSTu HuGSuNiNA“