Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Qupperneq 38
38
niður í vítispyttinn sem annars myndi gleypa okkur öll.46 Sé spurningunni
varpað fram af heiðarleika öðlumst við skilning á raunverulegu hlutskipti
okkar, einhverju sem áður var okkur hulið. Í Drápu er guð þó víðsfjarri
á mögulegu augnabliki sjálfsskilningsins. Hann grípur ekki loftfimleika-
stúlkuna, línudansarann á leið yfir djúpið sem „hefur hrapað til bana / með
línuna vafða / um hálsinn“ (56). Leyndardómurinn virðist of djúpur fyrir
djöfulinn og hitt vitnið, sem gæti haft útskýringar á reiðum höndum, er
hvergi að finna. Guð er hættur að horfa, eins og kemur fram í ljóðinu: „Ég
færi þig / eineygða guðinum / þeim sem skapaði / manninn í sinni mynd
/ og engist nú af eftirsjá“ (68). Fjarvera þessa eineygða guðs, sem líklega
beinir blinda auganu að mannfólkinu, hörmum þess og löngunum,47 er
áréttuð enn frekar undir lok ljóðsins þar sem: „Drottinn / dregur sig / í hlé
// Augað blindað / bólsturskýi“ (82).
Kristnar hugmyndir á borð við þessa, þar sem manneskja í sjálfsleit ber
kennsl á eymd sína, ganga þvert á ýmsar húmanískar upplýsingarhugmynd-
ir um einstaklinginn og þroskavegferð hans, t.d. hefur bandaríski aktívist-
inn Mary McCarthy sagt að „í ofbeldi gleymum við því hver við erum“.48
Nelson vísar þessu til stuðnings í grein franska heimspekingsins Simone
Weil „The iliad, or the Poem of Force“, en þar birtast svipaðar hugmyndir
og hjá McCarthy, en Weil segir að þvinganir breyti bæði kúgaranum og
fórnarlambi hans úr skyni gæddum verum í hluti. Þessi húmaníska hugsun
er heldur ekki í samræmi við ríkjandi karlmennskuhugmyndir um vald, en
samlandi Weil, heimspekingurinn Bertrand de Jouvenel, hélt því t.d. fram
að „karlmennskutilfinningin yxi þegar karlmaðurinn þröngvaði vilja sínum
upp á aðra og gerði þá að handbendum síns eigin geðþótta“, en slíkt leiddi
til „ólýsanlegrar sælu“.49
46 Maggie Nelson, The Art of Cruelty. A Reckoning, New York og London, W.W.
Norton & Company, 2012, bls. 162–163.
47 Hér virðast hinn fjarlægi guð kristninnar og Óðinn renna saman. En þótt Óðinn
hafi blindað sig í þekkingarfræðilegum tilgangi, til þess að sjá betur, virðist blindan
hér stafa af áhugaleysi því að auga guðsins er ekki á skelfilegum atburðum ljóðs-
ins.
48 Maggie Nelson, The Art of Cruelty. A Reckoning, bls. 163. „in violence we forget
who we are“.
49 Sama heimild, bls. 164. Nelson vísar hér í bók Hannah Arendt, On Violence, San
Diego, New York og London, A Harvest/HBJ Book, 1970, bls. 36. Sjá einnig
Bert rand de Jouvenel, On Power. The Natural History of Its Growth, London, 1952
[1945], bls. 110.
AldA Björk VAldimArsdóttir oG Guðni Elísson