Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Page 40
40
Maggie Nelson segir að frásagan um ödipus takist á við spurningarnar
„Hvað hef ég gert?“ og „er ég glæpamaður?“ og „gera mínar dýpstu og
myrkustu þrár mig að glæpamanni?“51 ödipus er sá sem felur bæði sann-
leikann og leitar hans og saga hans varpar um leið ljósi á líf einstaklings
sem leitar að sjálfsþekkingu, en uppsker aðeins að eitthvert hulið afbrot er
opinberað. En ödipus viðurkennir ekki aðeins afbrot sitt fyrir sjálfum sér
heldur einnig gagnvart samfélaginu öllu. Að þessu leyti fellur saga hans vel
að þeim frásögnum sem Black lýsti þar sem opinberun morðingjans verður
að tæki til þess að veita innsýn í sálarlíf hans og allra manna.
En ólíkt ödipusi vill morðinginn í Drápu ekki kannast við sjálfan sig og
því mætti halda fram að sök Braga Ólafssonar felist ekki aðeins í ofbeld-
isverkum hans, heldur einnig í því hversu tregur hann sé til að gangast við
ábyrgð sinni. Hann lifir í sjálfsblekkingu, því að þrátt fyrir að hafa tekið út
refsingu í fangelsi viðurkennir hann ekki glæp sinn eins og sést í viðtalinu
sem Gerður Kristný tók við hann 1998, þar sem hann segir: „Ég komst
harkalega niður á jörðina þegar ég missti stúlkuna sem ég elska. Ég elskaði
hana ekki bara vegna þess að hún var nær helmingi yngri en ég. Þetta var
yndælis stúlka.“52 Bragi fjarlægir sig verknaðinum og af orðum hans má
ráða að hann hafi misst ungu stúlkuna sína af slysförum og ekkert bendir
til þess að hann sé sakbitinn. Hann kennir áfenginu um dauða hennar:
„Hún hefði ekki dáið hefðum við ekki verið að drekka.“ Lýsingar sem
þessar ganga þvert á lýsingar í lögregluskýrslum á því grófa ofbeldi sem
Gréta varð fyrir í andlátinu og framkomu Braga við líkið og gera ósköp
lítið úr hvítþvotti hans.
Kveðst hann hafa reynt að vekja Grétu og látið logandi vindling að
vanga hennar. Hann hafi ætlað að koma áfengi ofan í hana til að hressa
hana við en hún hafi verið með munninn saman bitinn. Hafi hann þá
sótt skrúfjárn fram í eldhús og reynt að opna munn Grétu með því.
Þá hafi tönn í munni hennar brotnað og hafi hann lagt tönnina á
efri vör hennar. Þegar hann hellti áfenginu hafi flotið upp á vörina
og tönnin skolast upp í aðra nösina og hafi hann ekki náð tönninni.
Ákærði kveðst þá hafa fundið að líkami Grétu var kaldur viðkomu,
og orðið þess áskynja, að hún var látin. […] Ákærði hefur sagt að
það hafi ekki verið ásetningur sinn að svipta Grétu Birgisdóttur lífi,
51 Maggie Nelson, The Art of Cruelty, bls. 170.
52 Gerður Kristný, „Sé eftir að hafa fæðst!“, Séð og heyrt 10/1998, bls. 14.
AldA Björk VAldimArsdóttir oG Guðni Elísson