Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Síða 46
47
(d. historiske viser) og riddarakvæði (d. ridderviser). Í ritinu The Types of
the Scandinavian Medieval Ballad (hér eftir TSB), þar sem allflestir sagna-
dansar á Norðurlöndum eru flokkaðir, eru þeir sex: kvæði um yfirnátt-
úrlega atburði, kvæði um goðsögulegt efni, söguleg kvæði, riddarakvæði,
kappakvæði og gamankvæði.7 Þeir fjalla um vaska kappa og riddara, kónga
og drottningar, samskipti fólks af ólíkum stéttum, átök biðla um álitlegar
meyjar og tilraunir feðra og bræðra til að hemja dætur sínar og systur innan
siðferðisramma fjölskyldu og samfélags. Þeir segja frá stúlkum sem etja
kappi við yfirnáttúrlegar verur og hafa jafnan betur, tilraunum álfadísa til
að seiða mennska menn og mis-velheppnuðum tilraunum til að beita ást-
argaldri. En furðu oft fjalla þeir um ofbeldi af einhverju tagi: á milli karla
í fjölskyldum kvenna og ástmanna þeirra, ofbeldi sem afbrýðisamar konur
beita aðrar konur, og gróft kynferðislegt ofbeldi gegn konum. Reyndar
eru konur mun meira áberandi í sagnadönsum en í nokkurri annarri kveð-
skapargrein hér á landi. Vésteinn Ólason benti á þetta í doktorsritgerð
sinni The Traditional Ballads of Iceland: Historical studies: „Í engri annarri
kvæðagrein frá síðmiðöldum eða næstu öldum þar á eftir, gegna konur jafn
afgerandi hlutverki. Og hvergi annars staðar er örlögum þeirra lýst af jafn
mikilli samúð og gert er í meirihluta sagnadansa.“8 Þetta er áhugavert og
þess virði að rannsaka. Hvernig stendur á þessu umfjöllunarefni og ekki
síður þeirri samúð með hlutskipti kvenna sem birtist í sjónarhorni kvæð-
anna? Er mögulegt að sagnadansar á Íslandi hafi jafnvel fyrst og fremst
verið kveðnir af konum? Þessum spurningum er hér varpað fram án þess
að afdráttarlaus svör fáist að svo búnu. Leitað verður svara í varðveislu
kvæðanna og skrifum um dans og dansgerðir, sagt verður frá bakgrunni
greinarinnar og að lokum fjallað um nokkur kvæði sem greina frá afdrátt-
arlausu kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi sem er fordæmt innan sjálfra
kvæðanna og jafnvel gripið til aðgerða gegn gerendunum.
7 The Types of the Scandinavian Medieval Ballad: A descriptive catalogue, ritstj. Bengt R.
Jonsson, Svale Solheim og Eva Danielson, í samstarfi við Mortan Nolsøe og W.
Edison Richmond, Oslo, Bergen, Tromsø: Universitetsforlaget, 1978.
8 „In no other type of poetry from the late Middle Ages or the sub-sequent centuries
do women play such a decisive role. Nor is their fate elsewhere described with as
much sympathy as in the majority of the ballads“. Vésteinn Ólason, The Traditional
Ballads of Iceland: Historical studies, Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar, 1982,
bls. 24.
„REIF HANN HENNAR STAKKINN, REIF HANN HENNAR SERK“