Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Side 59
60
að hefna frekar. „Ekki skulum við okkar bróður/ hafa í þessum vanda/
sjálfar skulu þær Ebbadætur/ í þessum málum standa.“ Þær fara til kirkju
þar sem móðir Ívarssona hæðist að þeim og kallar þær sonarkonur sínar
en þær svara fyrir sig. Systurnar ganga út úr kirkjunni: „sínu megin dyr-
anna hvör þeirra stóð.“ Þær grípa í hár og belti þeirra Ívarssona þegar þeir
koma út og „nú skal hefna níðingsverks/ þú veittir fyrr í ár.“ Þeir biðja sér
griða, og segjast aldrei áður hafa beðið bóndadætur að gefa sér grið – þetta
er minni sem kemur fyrir á fleiri stöðum, að aðalsmenn biðja sér griða
með svipuðu orðalagi. En þær veita engin grið. „Þær gjörðu lítinn/ ríks
manns rétt/ hjuggu af honum höfuðið/ við hallarinnar stétt.“ Sá síðari fær
sömu útreið. Þegar systurnar koma heim stynur faðir þeirra yfir því hvað
sé erfitt að vera faðir – og hann færir dætur sínar í klaustur. Ekki er líklegt
að raunverulegar alþýðustúlkur hefðu sloppið svo vel frá tvöföldu morði
á ungum aðalsmönnum. Kvæðið er hins vegar á þeirra bandi, og ljóst að
sagan hlýtur farsælan endi innan eigin ramma.
Afhöfðun hefðarmanns sem gert hefur á hluta konu er einnig umfjöll-
unarefnið í Kvæði af herra kóng Símoni.39 Kóngurinn Símon kemur ríðandi
á mannamót með danska hofmenn sína og spyr eftir frúnni Ingigerði,
„hún bæri sætur af mér“ – sem gæti þýtt að hann telji að hún beri hlýjar
tilfinningar til hans. Frúin Ingigerður gefur sig fram, en segir frá því að
hann hafi leikið hana illa. Hann hafi fengið að borða hjá henni og rúm að
sofa í, en síðan segir:
Herra kóngurinn Símon iðrast og býður frú Ingigerði rauðagull fyrir. Hún
svarar:
39 Vésteinn Ólason, Sagnadansar, bls. 229–231. Umfjöllun um kvæðið í The Traditional
Ballads of Iceland, bls. 224–226.
IngIbjörg EyþórsdóttIr
6. „Þú braust upp mitt hæga loft,
þar að eg inni lá,
bæði hurð og gættir,
plokkaðir lokur í frá.
8. Þú tókst í minn gula lokk
og vast mitt höfuð í serk.
Heyrðu það, herra kóng Símon,
Þú vannst þar níðingsverk.
7. Þú lést þína sveina
halda fótum mín
meðan þú, herra kóng Símon,
framdir vilja þín.
9. Ég var mig með bóndans barn
í það sama sinn.
Það kom ekki lífs í heim
fyrir skemmdargjörning þinn.“