Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Síða 66

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Síða 66
68 Þórhildur og ÞorgErður staðið óbreytt um áratugaskeið. Ákvæðinu var breytt 23. mars 2018 og er þungamiðja ákvæðisins nú samþykki brotaþola. Slík breyting er líkleg til að auka réttaröryggi þolenda. En til að meta breytingar er mikilvægt að rannsaka hver þróunin hefur verið í málaflokknum yfir lengra tímabil og er þessi rannsókn liður í slíkri viðleitni. Þrjár meginspurningar liggja til grundvallar í þessari umfjöllun: 1. Hvaða sjónarmið og viðhorf eru ríkjandi í niðurstöðum Hæsta­ réttar í málum er varða 1. mgr. 194. gr. hgl. á tímabilinu 1992 til 2015? 2. Má greina undirskipun kvenna í niðurstöðum Hæstaréttar og réttarkerfinu í heild? 3. Er réttarkerfið (enn) hliðhollt geranda eftir breytingarnar 1992 og 2007 á kynferðisbrotakafla hegningarlaga og þá á hvaða hátt? Brotið ‚nauðgun‘ og þróun kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga Félagsgerðin er ósýnilegt afl sem litar hugsun fólks og stofnanir sam­ félagsins og hafa fræðimenn haldið því fram að þessi hugsun sé karllæg.1 Bourdieu telur að karlar hafi haft vald til að skilgreina veruleikann út frá sínum forsendum og útiloka aðrar skilgreiningar og því sé ríkjandi hugsun um tilveruna karllæg og greypt inn í ýmsar stofnanir svo sem laga­ og rétt­ arkerfið. Sjónarmið karla liggi til grundvallar skilgreiningum á konum, á líkömum þeirra og reynslu, og lífsviðhorf karla liggi til grundvallar í rétt­ inum. Hlutverk kynjanna í samfélaginu eru ólík, sömuleiðis reynsla þeirra og lífsskilyrði,2 og sést það glöggt á þróun kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga og því hvernig nauðgun hefur verið skilgreind í lögum. Almennu hegningarlögin voru óbreytt frá 1869 til 1940 eða í rúmlega 70 ár. Refsingar fyrir nauðgun voru bundnar skilyrðum í lögunum frá 1869. Aðeins mátti refsa fyrir nauðgun ef konan hafði ekki á sér óorð. Þótt skilyrðin féllu brott 1940 lifðu viðhorfin áfram.3 Engar breytingar voru gerðar á kynferðisbrotakafla hgl. eftir 1940 uns þeim kafla laganna var 1 Sylvia Walby, Theorizing patriarchy, Oxford, Cambridge: Wiley­Blackwell, 1990; Pierre Bourdieu, Masculine domination, Cambridge: Polity Press, 2001. 2 Brynhildur Flóvenz, „Um rétt og kynferði“, Rannsóknir í félagsvísindum V. Lagadeild, ritstj. Aðalheiður Jóhannsdóttir, Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, 2004, bls. 81–104, hér bls. 82. 3 Þórunn Hafstein, „Lögin um nauðgun“, Vera, 2/1982, bls. 12–14.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.