Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Qupperneq 67
69
breytt árið 1992. Aðdraganda þess má rekja til baráttu kvenna fyrir jafn
rétti en Rauðsokkahreyfingin barðist m.a. fyrir því að konur réðu sjálfar
yfir líkama sínum, barneignum sínum og kynlífi.4 Strax árið 1980 benti
Ásdís Rafnar á að ekki hefði verið lögð nægileg áhersla á þá hagsmuni sem
raskað er með nauðgun og ofuráhersla lögð á hina kynferðislegu hlið. Hún
sagði að þörf væri á breytingum á þeim neikvæðu viðhorfum sem ríktu um
þetta brot, ekki síst siðrænum viðhorfum og fyrirframgefnum hugmynd
um um hverjir gætu verið nauðgarar og hverjir brotaþolar.5 Hildigunnur
Ólafsdóttir og Þorgerður Benediktsdóttir bentu á að nauðgunarbrotið
hefði þá sérstöðu að vera kynbundið, að atferli þolandans væri dregið inn í
myndina og að hegðun þolandans hefði meiri áhrif á refsingu brotamanns
ins en venja væri um önnur afbrot.6 Smám saman var ofbeldi gegn konum
gert sýnilegt en engu að síður voru fáar nauðganir kærðar og það þótti
skömm að verða fyrir nauðgun. Konurnar mættu andúð og þurftu að berj
ast gegn fordómum. Hildigunnur Ólafsdóttir sagði: „konur verða að læra
að slá til baka og búast til varna“.7 Enda þótt miklar breytingar hafi átt sér
stað á margt af því sem Hildigunnur og Þorgerður nefndu við enn í dag.8
Tvær grundvallarbreytingar voru gerðar á kynferðisbrotakaflanum árið
1992. Sú fyrri var að tvö ákvæði sem áður voru kynbundin voru gerð kyn
hlutlaus en þau fólu áður í sér að aðeins konur nutu refsiverndar sem
þolendur og að aðeins karlmenn gátu verið gerendur. Breytingin var í
samræmi við breytt viðhorf og réttarþróun í nágrannalöndunum. Önnur
grundvallarbreyting á kynferðisbrotakaflanum árið 1992 var að svonefnd
‚önnur kynferðismök‘ voru lögð að jöfnu við samræði en þau höfðu áður
varðað vægari refsingu. Önnur kynferðismök fela í sér kynferðislega mis
notkun á líkama annarrar manneskju og eru til þess fallin að veita geranda
4 Hildigunnur Ólafsdóttir, „Ofbeldið gegn konum hefur verið gert sýnilegt“, 19.
júní 1/1984, bls. 59–60, hér bls. 59. Sjá einnig Herdís Helgadóttir, Vaknaðu kona!
Barátta rauðsokka frá þeirra eigin sjónarhóli, Reykjavík: Skjaldborg, 1996, bls. 39.
5 Ásdís Rafnar, „Um afbrotið nauðgun“, Úlfljótur, 1–2/1980, bls. 5–45, hér bls.
27–28.
6 Hildigunnur Ólafsdóttir og Þorgerður Benediktsdóttir, „Nauðgun: Frelsun eða
kúgun?“, Úlfljótur, 1–2/1980, bls. 46–52, hér bls. 46–48.
7 Hildigunnur Ólafsdóttir, „Ofbeldið gegn konum hefur verið gert sýnilegt“, bls.
59.
8 Finnborg Salome Steinþórsdóttir og Gyða Margrét Pétursdóttir, „Það er svo óþol
andi að maður þurfi að sætta sig við það að maður þurfi í raun að gera ráð fyrir
að þetta geti gerst!“, Rannsóknir í félagsvísindum XV. Félagsfræði, ritstj. Silja Bára
Ómarsdóttir, Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, 2014, bls. 1–9.
„HúN REyNdi EKKi Að KALLA Á HJÁLP …“