Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Síða 68
70
kynferðislega fullnægingu.9 Með lagabreytingum var ekki lengur ætlast
til þess að samræði væri fullframið, þ.e. að getnaðarlimur karlmanns væri
kominn inn í fæðingarveg konu og samræðishreyfingar hafnar. Nægilegt
var að getnaðarlimur væri kominn inn í fæðingarveg konu að nokkru leyti
eða öllu. Þá þurfti sáðlát ekki að hafa átt sér stað og meyjarhaft ekki að
rofna ef því var að skipta.
Árið 1992 var heiti XXii. kafla hgl. breytt úr „Skírlífisbrot“ í „Kyn
ferðisbrot“, þar sem eðlilegra þótti að miða við einkenni háttseminnar
en hið siðræna viðhorf almennings til brots og brotaþola. Að kalla brot
gegn kynfrelsi konu skírlífisbrot tjáir það viðhorf að við nauðgun sé líkami
konu ekki lengur óspjallaður og hún ekki lengur hreinlíf. Skilgreiningin á
verknaðaraðferð í 194. gr. var einnig rýmkuð og auk beinnar valdbeitingar
tók ákvæðið til allra refsiverðra ofbeldishótana. Ekki var lengur áskilið að
hótunin vekti ótta um líf, heilbrigði eða velferð, þar sem ofbeldishótanir
væru almennt alvarlegar í eðli sínu.
Árið 2007 var kynferðisbrotakafla hgl. breytt aftur. Þekking á kynferð
isbrotum, einkennum þeirra og afleiðingum hafði aukist, umræðan var
orðin opinskárri og skaðsemi brotanna þekktari. Ákvæði laganna frá 1992
þóttu endurspegla gömul og úrelt viðhorf og ekki veita brotaþolum nægi
lega réttarvernd. Með nýjum lögum var lögð áhersla á að tryggja að frið
helgi, sjálfsákvörðunarréttur, kynfrelsi og athafnafrelsi væri virt. Ofbeldi
hafði þótt langalvarlegasta aðferðin og þau brot ein töldust til nauðgana
þar sem beitt var ofbeldi eða hótun um ofbeldi. Ef beitt var hótun um
annað en ofbeldi féll brotið undir 195. gr. hgl. um ólögmæta kynferð
isnauðung og varðaði vægari refsingu. Eftir lagabreytingarnar fellur öll
háttsemi þar sem verknaðaraðferðin er ofbeldi eða hótanir undir ákvæði
1. mgr. 194. gr. hgl. um nauðgun. Ekki þótti ástæða til að gera mun á hót
unum um ofbeldi og öðrum hótunum, ef hótunin hefði þau áhrif að hinn
brotlegi næði fram kynmökum með henni.
Fyrir fyrrnefndar breytingar með lögum nr. 16/2018 var nauðgun skv.
194. gr. almennra hegningarlaga enn skilgreind út frá verknaðaraðferð
unum en ekki því að brotið væri gegn kynfrelsi brotaþola. Þannig var
nauðgun skilgreind út frá sjónarhóli gerenda og aðgreiningin á kynlífi og
nauðgun miðaðist við hvað gerendum, sem oftast eru karlmenn, finnst
ásættanlegt í kynlífi. Löggjöfin stuðlaði með þessu að því að festa í sessi þá
9 Ragnheiður Bragadóttir, „Slægð eða ofbeldi? Um ákvæði 196. gr. hgl.“, Rannsóknir
í félagsvísindum VI. Lagadeild, ritstj. Róbert Spanó, Reykjavík: Félagsvísindastofnun
Háskóla Íslands, 2005, bls. 271–300, hér bls. 278.
Þórhildur og ÞorgErður