Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Page 69
71
hugmynd að aflsmunur væri eðlilegur í kynlífi fremur en að brotaþoli, sem
oftast er kona, telji brotið á kynfrelsi sínu. Í niðurstöðum nauðgunarmála
getur athöfn talist til „eðlilegs“ kynlífs þó að aflsmun sé beitt, eins og vikið
er að síðar. Nauðgun er kynferðisbrot en tilhneigingin er sú að athöfnin
sé ekki álitin brot ef hún lítur út eins og kynlíf. Áherslan ætti að vera sú að
ósamþykkt kynlíf sé ekki kynlíf þótt það líti þannig út; það sé ofbeldi fært í
kynferðislegan farveg hvort sem ofbeldið er sjáanlegt eða ekki.10
Þannig voru verknaðaraðferðir sem fjallað var um í 1. mgr. 194. gr.
hegningarlaga fyrir breytingar; ofbeldi, hótun og ólögmæt nauðung eins
og fyrr segir. Mjög rúmur skilningur var lagður í ofbeldishugtakið, þ.e.
hvers konar valdbeitingu þarf til þess að yfirvinna viðnám. Ekki var skil
yrði að ofbeldið væri svo mikið og þolandi svo illa útleikinn að hann verði
bjargarlaus. Afleiðingar þurftu ekki að vera aðrar en kynmökin sem ætl
unin var að ná fram með ofbeldinu. Ekki þurftu að vera líkamlegir áverkar
á þolanda og þess var ekki krafist að þolandi veitti virka mótspyrnu.11
Hótanir geta komið fram með orðum, hegðun eða með þögn. Fyrir
breytingarnar árið 2007 var um sérstakt ákvæði (195. gr.) að ræða sem
fjallaði um ólögmæta nauðung. Ef hótunum var beitt um eitthvað annað
en ofbeldi til þess að koma fram kynmökum átti 195. gr. hgl. við um brotið
en eftir 2007 er aðferðin hluti af 1. mgr. 194. gr. hgl. Almennt ákvæði um
ólögmæta nauðung er að finna í 225. gr. hgl. og hægt er að hafa það til
hliðsjónar.12
Ragnheiður Bragadóttir fjallaði um ákvæði 195. gr. fyrir og við breyt
ingar á kynferðisbrotakaflanum árið 2007. Hún benti á dóma þar sem
sakfellt var á grundvelli ákvæðisins af því að beitt var yfirburðum til þess
að þvinga þolanda til kynmaka en þar var krafa um að einhverju öðru en
ofbeldi væri hótað til að hafa áhrif á þolanda svo viðkomandi léti undan.
Það taldist því minna brot að hóta öðru en ofbeldi og var brot gegn 195.
gr. vægara en brot gegn 194. gr. og mun vægari refsing. Nægilegt var að
hótun væri látin í ljós orðalaust, með látæði eða hún lægi í aðstæðum. Þá
10 Catherine A. MacKinnon, „Feminism, Marxism, Method and State: Toward a
Feminist Jurisprudence“, Violence against women: The bloody footprints, ritstj. Paul
ine B. Bart og Eileen G. Moran, Thousand Oaks, London, New delphi: Sage
Publications, 1993, bls. 201–228, hér bls. 211.
11 Alþingistíðindi A (2006–07), bls. 552.
12 Ragnheiður Bragadóttir, „Kynferðisbrot“, Ritröð lagastofnunar Háskóla Íslands nr.
3, ritstj. Viðar Már Matthíasson, Reykjavík: Lagastofnun Háskóla Íslands, 2006,
bls. 51.
„HúN REyNdi EKKi Að KALLA Á HJÁLP …“