Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Page 70
72
var líka nóg að neyta aflsmunar, sem Ragnheiður bendir á að sé í sjálfu sér
ofbeldi, og erfitt að hugsa sér að nokkuð annað lægi í loftinu en hótun um
að beita enn frekara ofbeldi ef á þyrfti að halda.13 Viðhorf að baki aðgrein
ingar á 194. gr. og 195. gr. eru karllæg og beinast að þeim aðferðum sem
beitt er en ekki því að brot gegn kynfrelsi er framið. Það sjónarmið að brot
gegn kynfrelsi sé vægara ef brotaþoli er ekki beittur ofbeldi sýnir skort á
skilningi á reynsluheimi brotaþola. Upplifun brotaþola af kynferðisbroti
stjórnast ekki af því hvers slags þvingunum er beitt í aðdraganda brotsins.
Brot gegn kynfrelsi er alvarlegt brot hvort sem aðili er þvingaður með
ofbeldi eða ekki.
Með lögum um breytingu á almennum hegningarlögum nr. 16/2018
var 1. mgr. 194. gr. breytt á þann veg að samþykki varð í forgrunni skil
greiningar á nauðgun. Þannig verði horfið frá megináherslu á verknaðar
aðferð við nauðgun. Þá segir í frumvarpi er varð að lögum að aukin áhersla
verði lögð á kynfrelsi og sjálfsákvörðunarrétt einstaklings með því að skil
greina nauðgun út frá því hvort samþykki hafi verið fyrir hendi eða ekki.
Mikilvægt er að skoða huglæg skilyrði þegar kemur að nauðgunar
brotum, þar sem gerandi heldur því gjarnan fram að ásetningur hafi ekki
verið til nauðgunar heldur kynmaka. Refsinæmur verknaður samkvæmt
almennum hegningarlögum er ekki saknæmur nema hann sé unninn af
ásetningi eða gáleysi. Áskilnaður er því um tiltekna huglæga afstöðu ger
anda til verknaðar en fjallað er um hugtakið saknæmi í 18. gr. hgl. Ekki
er að finna sérstaka heimild í almennum hegningarlögum um að refsa
megi fyrir gáleysi þegar kemur að nauðgun og öðrum brotum gegn kyn
frelsi. Þau eru því ekki refsiverð nema þau séu framin af ásetningi. Þegar
ákærði neitar sök getur verið mjög erfitt að sanna huglæga afstöðu hans
til verknaðarins. Verða dómstólar þá að meta hverju ákærði hafi hlotið að
gera sér grein fyrir og tvinnast þá oft saman sakarmat og sönnunarmat.
Mat ákærða á aðstæðum er lagt til grundvallar þannig að ekki er unnt að
refsa honum fyrir nauðgun ef hann hafði réttmæta ástæðu til að ætla að
þolandi væri samþykkur kynmökunum. Algengt er að aðilar séu sammála
um að kynmök hafi farið fram en ósammála um hvort svo hafi verið með
samþykki beggja aðila. Karlmaðurinn segir þá að samþykki konunnar til
13 Ragnheiður Bragadóttir, „Er þörf á sérákvæði um aðra ólögmæta kynferðisnauð
ung?“, Rannsóknir í félagsvísindum VII. Lagadeild, ritstj. Eyvindur G. Gunnarsson,
Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, 2006, bls. 221–236, hér bls.
234–235.
Þórhildur og ÞorgErður