Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Page 78
80
ingar.49 Meðal lykilatriða orðræðugreiningar má nefna gagnrýna afstöðu
til þess sem álitið er viðtekin þekking og viðurkenning á því að þekking
er félagslega mótuð og ávallt háð sögulegum og menningarlegum aðstæð
um.50
Hæstaréttardómarnir sem verða til skoðunar varða brot á 1. mgr. 194.
gr. hgl. (áður 194. gr. hgl. og 195. gr. hgl.), eins og greinin stóð fyrir
lagabreytingar í mars 2018, en þar sagði:
Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann með
því að beita ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung
gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár
og allt að 16 árum. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilok
un, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti.51
Efnið er afmarkað við tiltekna málsgrein og áhersla lögð á hvenær talið er
að brotaþoli hafi verið beittur ofbeldi, hótunum eða ólögmætri nauðung.
Þegar sönnun hefur átt sér stað á samræði skiptir þetta atriði miklu máli
um hvort meintur gerandi verður sakfelldur eða sýknaður. Algengt er að
aðilar séu sammála um að kynmök hafi farið fram en greinir á um hvort
samþykki þolanda hafi legið fyrir.
Niðurstöður greiningar
Greiningin leiddi í ljós nokkur þemu; þolendaábyrgð, erlendir gerend
ur, ofbeldi og átök, aldursmunur, aflsmunur og gerendur fleiri en einn.
Algengasta þemað er þolendaábyrgð.
Þolendaábyrgð
Þolendaábyrgð birtist víða í þeim gögnum sem tekin voru til skoðunar.
Þar má nefna dóm Hrd. 1993 bls. 1860, þar sem karlmaður var sýknaður
af nauðgun. Þótti varhugavert að telja sannað, gegn eindreginni neitun
49 Barney G. Glaser og Anselm L. Strauss, The Discovery of Grounded Theory: Strategies
for Qualitative Research, Chicago: Aldine Publishing Company 1967; Anselm, L.
Strauss & Juliet Corbin, Basics of Qualitative Research: Techniques and Procedures for
Developing Grounded Theory, Thousand Oaks, CA: Sage Publications 1998.
50 Rosalind Gill, „discourse analysis“, Qualitative Researching with Text, Image and
Sound: A Practical Handbook, ritstj. Martin W. Bauer og George Gaskell, London:
Sage Publications, 2000, bls. 172–190.
51 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
Þórhildur og ÞorgErður