Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Page 80
82
öðrum hluta mála gátu brotaþolar ekki komið neinum vörnum við sökum
ölvunar eða rænuleysis. Þá var bent á að við umfjöllun um viðbrögð brota
þola þurfti að hafa í huga ef brotaþolar væru ungir og aldursmunur á þeim
og gerendum, en einnig að brotaþolar voru iðulega nokkuð eða mjög
drukknar.53
Þann 5. júlí 2007 féll í héraðsdómi Reykjavíkur (S839/2007) dómur
sem kenndur er við Hótel Sögu og vakti hörð viðbrögð. Ungur maður var
sýknaður af nauðgun, en hann var ákærður fyrir að hafa þröngvað stúlku til
kynmaka á klósetti á Hótel Sögu. Í rökstuðningi dómsins er mikil ábyrgð
lögð á brotaþola en þar segir:
Veitti hún þá og síðan enga mótspyrnu og kom ekki upp orði fyrr
en hún rankaði loks við sér við sársaukann milli fótanna. Ýtti hún þá
ákærða af sér og stóð upp. Er frásögn hennar alveg ótvíræð um það
að ákærði fór öllu sínu fram við hana án þess að hún veitti athæfi
hans viðnám eða mótmælti því. Í því sambandi ber sérstaklega að hafa í
huga að hún reyndi ekki að kalla á hjálp þegar hún heyrði að einhver kom
inn á snyrtinguna. Þá er [að] einnig að líta til þess að y (brotaþoli)
þykir, fram til þess að þau fóru inn á salernisklefann, ekki hafa gefið
ákærða ástæðu til að halda það að hún væri honum andhverf. Þegar
allt þetta er haft í huga álítur dómurinn að ákærða hafi ekki hlotið
að vera það ljóst að samræðið og kynferðismökin væru að óvilja y.
(Leturbreyting okkar).
Pilturinn var sýknaður og ábyrgðin á verknaðinum lögð á herðar þolanda
af því að hún brást ekki við nauðgun á viðeigandi hátt að mati héraðsdóms.
Brotaþola er komið í þá stöðu að þurfa að sanna að hún hafi ekki getað
veitt mótspyrnu vegna aflsmunar og/eða hræðslu, t.d. að hræðsla hennar
við meira ofbeldi hafi verið yfirgnæfandi og hún ekki þorað að kalla á hjálp,
og að hún hafi ekki veitt aðgang að líkama sínum þó hún hafi spjallað við
manninn á vinalegum nótum áður en hann réðst á hana. Sýknan byggði
á því að ofbeldi hafi ekki átt sér stað. Héraðsdómurinn féll eftir gildis
töku nýrra laga árið 2007 þar sem mikil áhersla var lögð á að þungamiðja
53 Hildur Fjóla Antonsdóttir og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Tilkynntar nauðg-
anir til lögreglu á árunum 2008 og 2009: Um afbrotið nauðgun, sakborning, brotaþola
og málsmeðferð, Reykjavík: EddA – öndvegissetur. Unnið í samvinnu við innan
ríkisráðuneytið, 2013, bls. 15–17.
Þórhildur og ÞorgErður