Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Page 82
84
Hann (ákærði) getur heldur ekki hafa haft réttmæta ástæðu til að
ætla að hún væri samþykk kynmökum við hann af þeim sökum
einum að hún hafi ekki veitt honum líkamlega mótspyrnu á salern
inu eða hrópað á hjálp meðan á kynmökunum stóð, en hún hefur
lýst því að þetta hafi stafað af því að hún hafi orðið fyrir slíku áfalli
þegar ákærði ýtti henni inn í salernisklefann að hún hafi ekki getað
brugðist við. Er því óhjákvæmilegt að líta svo á að hafið sé yfir skyn
samlegan vafa að ákærði hafi haft ásetning til þess brots, sem honum
er gefið að sök.
Þrátt fyrir langa baráttu fyrir því að ábyrgðin verði sett á geranda eimir enn
eftir af viðhorfum um þolendaábyrgð. Árið 2014 féll dómur í Hæstarétti,
Hrd. 22. maí 2014 (727/2013), þar sem ákærði var sakfelldur fyrir nauðg
un með því að hafa með ofbeldi, hótunum og annars konar ólögmætri
nauðung þröngvað brotaþola til samræðis. Ólafur Börkur Þorvaldsson,
hæstaréttardómari, skilaði sératkvæði þar sem hann komst að öndverðri
niðurstöðu. Í rökstuðningi sínum segir hann m.a. um brotaþola:
A (brotaþoli) kvaðst hafa þekkt ákærða í 1 til 2 ár og hefðu þau
umgengist sama kunningjahóp. Hið sama sagði ákærði. Í skýrslu hjá
lögreglu sem eins og áður segir var tekin nokkrum klukkustundum
eftir atvik nefndi hún að ákærði umgengist svokallaða handrukk
ara. Þá tiltók hún að ákærði hefði lamið stúlku í andlitið sem flutt
hefði verið í sjúkrabíl á spítala. Þrátt fyrir það fór A með ákærða til [...]
umrætt sinn. (Leturbreyting okkar).56
Ólafur bendir á að brotaþoli hafi farið heim með ákærða þrátt fyrir að
hafa haft vitneskju um ofbeldishneigð hans. Brotaþoli upplýsir um ofbeld
ishneigð ákærða gagnvart annarri stúlku í skýrslutöku og í kjölfarið er lögð
ábyrgð á hana. Hér birtist nauðgunarmýta um að konur eigi nauðgunina
skilið, þær geti sjálfum sér um kennt verði þær fyrir nauðgun, þær hafi
tekið áhættu og þurfi að gjalda fyrir hana. Ekki er gert ráð fyrir að nauðg
arinn sé ábyrgur gerða sinna.57
56 Hrd. 727/2013.
57 Finnborg Salome Steinþórsdóttir og Gyða Margrét Pétursdóttir, „Það er svo óþol
andi“, bls. 1.
Þórhildur og ÞorgErður