Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Page 86
88
verði síður fyrir druslusmánun. Orðið „óspjölluð“ er einungis notað um
konur. Ef kona er hrein, saklaus, flekklaus eða óspjölluð áður en hún hefur
stundað kynlíf með karlmanni felur það í sér að hún verður óhrein, flekk
uð eða spjölluð eftir að „meyjarhaft“ hennar hefur verið rofið við kynmök
eða nauðgun. Í héraðsdóminum kemur fram að framburður læknis hafi
staðfest að meyjarhaft stúlkunnar væri rofið. Þetta er gert að umfjöllunar
efni þrátt fyrir að með lagabreytingum árið 1992 hafi ekki lengur verið
ætlast til þess að fullframið samræði yrði virt eins og tíðkast hafði í rétt
arframkvæmd. Má ætla að staða stúlkunnar hefði verið verri ef ekki hefði
verið talið að meyjarhaft hefði rofnað. Hér má sjá að þegar brotaþolar eru
sérstaklega ungar og/eða reynslulitlar virðist líklegra að dómarar setji sig í
spor þeirra og greini um mögulega afstöðu þeirra til kynlífs.
Í Hrd. 2002, bls. 3097 (182/2002) var um að ræða brot er varðaði hótan
ir, tilraun til nauðgunar, líkamsárás og kynferðisbrot. Ákærði braust inn á
heimili fyrrum sambúðarkonu sinnar og var ákærður fyrir að hafa þröngv
að henni til samræðis með ofbeldi eða hótun um ofbeldi. Fyrir dómstólum
þóttu þvinganir hans varða við ólögmæta nauðung og var sakfellt fyrir það
í héraði. Þótti framburður ákærða ótrúverðugur um að konan hefði fall
ist á að hafa við hann samfarir „þó hún ætlaði ekki að taka þátt í samför
unum“. Hins vegar þótti það styðja staðfastan framburð konunnar að hún
hafi einfaldlega sagt honum að fara sínu fram og litið undan þegar ákærði
lagðist á hana. Ákærði var samt sem áður sýknaður af þessum ákærulið í
Hæstarétti og segir í niðurstöðum:
Er því ekki einsýnt að hún hafi litið á þessa háttsemi sem tilraun
til nauðgunar fyrr en síðar. Þegar þetta er virt, og litið er til lýs
ingar konunnar á því sem þarna gerðist og enn haft í huga samband
þeirra yfirleitt, er varhugavert gegn eindreginni neitun ákærða að
telja nægilega sannað að honum hafi ekki getað dulist að hann hafi
neytt þarna yfirburða sinna gagnvart konunni í því skyni að þröngva
henni til samræðis, þannig að varði 195. gr. sbr. 20. gr. hgl.
Hæstiréttur bendir á að með „stormasömu“ sambandi hafi ákærði ekki
verið viss um að ástarsambandi þeirra væri í raun slitið enda oft komið til
tímabundinna sambandsslita þeirra í milli. Leitaði hann á þessum tíma
eftir mökum við hana og kom fyrir að hún lét þau eftir. Konan hafði á
þessum tíma fellt hug til annars manns, en ákærða hafi ekki verið það
ljóst fyrr en síðar. Tveir Hæstaréttardómarar, ingibjörg Benediktsdóttir
Þórhildur og ÞorgErður