Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Side 87

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Side 87
89 og Haraldur Henrysson, skiluðu sératkvæði og benda á að ákærði hafði spennt upp glugga hjá konunni og komið henni að óvörum út úr einu her­ berginu. Þau hefðu að sögn konunnar tekist á í rúmi hennar og hún sagt að hún hefði ekki kraft í að slást við hann og hann skyldi gera það sem honum þóknaðist. Ákærði sagði að hann hefði beðið hana í nokkur skipti að hafa samfarir við sig en hún neitað í fyrstu. Síðan hafi hún samþykkt það en sagt að hún ætlaði ekki að taka þátt í þeim. Minnihluti Hæstaréttar taldi að sakfella bæri ákærða eins og Héraðsdómur hafði gert. Niðurstaða meirihluta Hæstaréttar vekur upp spurningar; ákærði hafi ekki vitað hvar samband þeirra stæði þegar háttsemin átti sér stað. Eru það rök fyrir því að hún væri samþykk kynmökunum? Ákærði var sakfelldur fyrir að hafa í frammi hótanir en hann sendi meðal annars sms­skilaboð til konunnar með hótunum um líflát og sjálfsvíg. Meirihluti Hæstaréttar sýnir því ekki skilning að konan hafi látið undan vegna mikillar ógnar ákærða eftir að hann hafði brotist inn á hennar helsta griðastað, heimilið. Ákærði bar um að hún hefði sagt að hann gæti haft við hana samfarir en hún ætlaði ekki að taka þátt í þeim. Engin athugasemd er gerð við þann framburð ákærða. Þykir það eðlilegt að kona sé viðfang karlmannsins í kynlífi? Gerendur fleiri en einn Hópkynlíf er ein birtingarmynd aukinnar kynlífs­ og klámvæðingar, eins og fram kom hér að framan. Klámvæðing getur haft þau áhrif að litið sé á kynlíf sem neysluvöru sem neytt er eins og hverrar annarrar vöru, án tilfinninga, og geta þessar hugmyndir einnig átt við um hópkynlíf en nokkrir dómar sem teknir voru til athugunar í þessari rannsókn fjalla um kynferðislegt ofbeldi í hóp. Í Hrd. 2003 bls. 379 (360/2002) voru tveir 19 ára strákar sakfelldir fyrir að hafa með ofbeldi þröngvað 16 ára stúlku til samræðis og annarra kynferðismaka á heimili annars þeirra. Hafði ákærði í tvígang þröngvað getnaðarlim sínum inn í leggöng stúlkunnar. Meðan á því stóð setti meðákærði getnaðarlim sinn í munn stúlkunnar og lagðist síðan ofan á hana og þröngvaði getnaðarlim sínum inn í endaþarm henn­ ar. Um ákvörðun refsingar segir m.a. í héraðsdómi, sem stóð óröskuð í Hæstarétti: Við ákvörðun refsingar ber einnig að líta til hinnar alvarlegu hátt­ semi, sem dómurinn metur svívirðilega og einkar niðurlægjandi, sérstaklega í ljósi þess að ákærðu þröngvuðu stúlkunni á tímabili til kynferðismaka í leggöng og endaþarm á sama tíma. „HúN REyNdi EKKi Að KALLA Á HJÁLP …“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.