Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Síða 108
110
Lustmägdlein, sem kemur fyrir í þýskri þýðingu leikritsins.50 Það gæti m.ö.o.
verið tökuþýðing en danska orðið glædespige gæti að sjálfsögðu líka verið
fyrirmyndin. Auk þess kemur til greina að Ágúst hafi ekki snarað erlendu
orði heldur sett orðið gleðimær saman sem blendingsmynd úr gleðikona og
dansmær. Veisluna í gamanleiknum sóttu nefnilega hórur og dansmeyjar
en ekki er ljóst úr hvorum hópnum gleðimeyjarnar góðlátlegu voru.51
Fleiri dæmi um orðið gleðimær (eða -mey) eru á Tímarit.is frá árunum
1947–1973. Þær gleðimeyjar eru ekki allar erlendar þannig að orðið hefur
einnig verið notað um íslenskar stúlkur, t.d. yngsta dæmið úr vísu sem birt
var í dagblaði:
[…] Á götunni miðri mætti mér hrein
mey ein, sem hló og söng af kæti.
Gleðimey var hún og gekk þarna ein […]52
Þetta dæmi mætti líklega helst fella undir merkingu af gerðinni (A) því að
hér er orðið notað um glaða hreina mey. Það sýnir að síðari liður orðsins
hefur sumpart vísað til hreinleika, meydóms, þótt kersknin í vísunni geri
þá merkingu ef til vill umdeilanlega. Hreinleikamerking á þó að minnsta
kosti við um hinar ósnortnu meyjar í paradís Kóransins (sjá (10)b.). Orðið
gleðimær/-mey hefur því ekki alltaf haft lauslætis- eða vændismerkingu, en
slík merking kemur vissulega fyrir, t.d. þegar orðið er notað sem þýðing á
e. call-girl.53
Loks eru heimildir um orðin gleðitelpa og gleðistúlka til frá því um miðja
20. öld, sjá dæmi (12).
a. voru útlendir hermenn þar í meirihluta og alls konar gleðitelp-
ur, sem vöndu komur sínar á veitingastaði.54
b. enda eru allar fallegustu gleðistúlkur Blakkpúl hátekjufólk
miðað við vinnandi stéttir.55
50 Johann Heinrich Voss, Aristofanes, Mit erläuterten Anmerkungen von Heinrich
Voss, Dritter Band, Braunschweig: Friedrich Vieweg, 1821, bls. 83.
51 Sjá nánar Guðrúnu Þórhallsdóttur, „Tvær góðlátlegar gleðimeyjar“, Hallamál rétt
Haraldi Bernharðssyni fimmtugum 12. apríl 2018, Reykjavík: Menningar- og minn-
ingarsjóður Mette Magnussen, 2018, bls. 45–47.
52 Vísir, 11. október 1973, bls. 2.
53 Vísir, 29. september 1966, bls. 8.
54 Theodór Friðriksson, Jón skósmiður: Skáldsaga, Reykjavík: Víkingsútgáfan, 1946,
bls. 183 (Ritmálssafn).
55 Sjómannablaðið Víkingur 12: 2–3/1950, bls. 64 (Ritmálssafn).
Guðrún Þórhallsdóttir
(11)
(12)