Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Page 111
113
ný gleði-orð um karlmenn koma fram í heimildum á 20. öld, ekki síður
en um konur. Eitt þeirra er gleðikarl sem kemur fyrir í fjórum blaðagrein-
um á Tímarit.is frá árunum 1965–2006. Yngsta dæmið, (16)a., virðist hafa
merkingu af gerð (A), ‘karlkyns gleðimaður’, í fremur hlutlausri umsögn
um mann í dagblaði. Í dæmi (16)b. getur sú merking einnig verið á ferð en
þar er lýst fyrirlitningu ungrar konu á stjúpföður sínum og lýsingarorðið
ómerkilegur gefur gleðikarlinum neikvæðari blæ. Dæmi (16)c. er fyrirsögn
úr Dagblaðinu og af greininni má ráða að orðið gleðikarl sé þýðing á e.
playboy. Hollywood-stjarnan sem sagt er frá telur þann stimpil greinilega
skammarlegan. Ef til vill mætti flokka það dæmi undir merkingu (B) þar
sem lauslæti er gefið í skyn.
a. Hann er bara mjög mikill gleðikarl. Hann hefur náttúrulega
gengið í gegnum ýmislegt en í dag er hann bara heiðarleg fylli-
bytta.63
b. í raun og veru var hann ekkert annað en ómerkilegur gleðikarl,
með olíukembt hár.64
c. Hann á fimm vinkonur – en segist ekki vera neinn gleðikarl65
Loks er ótvíræð vændismerking í dæmi (17) en það er úr blaðagrein um
þýska karlmenn sem stunda vændi.
Vinnuna stunda gleðikarlarnir yfirleitt heima hjá sér en þar hafa
þeir flestir innréttað sérstakt vinnusvæði eins og sjá má á mynd-
unum.66
Um orðið gleðigaur eru 22 dæmi á Tímarit.is frá árunum 1974–2007. Þau
eru flest frá árunum eftir aldamót þegar oft var sagt frá trúðnum Geira
gleðigaur. Viðurnefni hans ætti að flokka undir merkingu (A), þar sem
hann hafi verið gæddur og gefinn fyrir gleði. Léttúðarmerking er í elsta
dæminu, (18)a., þegar aðalpersóna kvikmyndarinnar „Beach Casanova“
er kallaður gleðigaur. Vændismerking kemur auk þess fyrir þegar orðið er
notað um vændiskarlana þýsku í fyrrnefndri blaðagrein; sjá (18)b.
63 Morgunblaðið, 28. nóvember 2006, bls. 40.
64 Vikan, 28. október 1965, bls. 28.
65 Dagblaðið, 1. nóvember 1976, bls. 20.
66 Vikan, 12. september 1985, bls. 62.
(16)
(17)
GLEðiMEnn, GLEðiMEYJAR OG GLEðiKVEnnAFÉLAG VALLAHREPPS