Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Side 115
117
En þar sem ég lít á mig sem konu mikillar gleði og hins ljúfa lífs
finnst mér tími til að breyta merkingu orðsins. Gleðikonur allra
landa, sameinist!78
Þessi orð hljóma eins og herhvöt, þótt ekki verði fullyrt hér að mikil alvara
búi að baki, og henni er ekki beint til vændiskvenna heldur kvenna sem eru
gefnar fyrir skemmtanir. Ekki kemur fram í færslunni að höfundur þekki
til annarra tilrauna til að hafa áhrif á merkingu þessa orðs eða umræðu um
kynjamismunun í orðaforða hérlendis eða erlendis.
Undanfarna áratugi hefur athygli oft verið beint að orðum um vænd-
iskonur, hjákonur og piparmeyjar þegar bent er á misræmi í merkingu
og notkun orða um karla annars vegar og konur hins vegar. Í brautryðj-
andaverki Robin Lakoff frá 1975 var til dæmis fjallað um vændismerkingu
enska orðsins professional (22).
a. He’s a professional ‘hann er atvinnumaður’
b. She’s a professional ‘hún er atvinnumaður, hún er vændiskona’79
Dæminu var ætlað að sýna að orðið professional gæti aðeins haft vænd-
ismerkingu ef það væri notað um konu. Einnig nefndi Lakoff enska orða-
parið master ‘húsbóndi’ og mistress ‘húsfreyja, ástkona, hjákona’ sem dæmi
um að merking orða um karla og konur breytist á ólíka vegu. Orðið master
hefur nefnilega ekki fengið merkinguna ‘ástmaður’.
Annað tímamótaverk, Gyn/Ecology eftir Mary Daly frá 1978, vakti
athygli á ýmsum neikvæðum enskum orðum um konur, t.d. crone, hag,
spinster og witch, og hvatti konur til að nota þau um sjálfar sig og aðrar
sjálfstæðar, sterkar og vitrar konur. Það jafngildir því að skilgreina orðin
á nýjan hátt og nota þau í nýrri merkingu. Daly leitaði til dæmis aftur til
upprunalegrar merkingar orðsins spinster, þ.e. ‘spunakona’, og setti merk-
inguna ‘sú sem spinnur’ í nýtt samhengi („She who has chosen her Self,
who defines her Self, by choice, neither in relation to children nor to men,
78 Hildur, „Ég er gleðikona!“, Neðanmálsvísur og dónasögur, 9. ágúst 2004, sótt 15.
mars 2018 af http://hillybillster.blogspot.dk/2004_08_08_archive.html.
79 Robin Tolmach Lakoff, Language and Woman’s Place: Text and Commentaries, Re-
vised and expanded edition, ritstj. Mary Bucholtz, Oxford: Oxford University
Press, 2004, bls. 73–74 [1. útg. 1975].
GLEðiMEnn, GLEðiMEYJAR OG GLEðiKVEnnAFÉLAG VALLAHREPPS
(21)
(22