Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Síða 134
137
mér nauðgað var mér kennt að fara ekki í sturtu, þvo ekki fötin mín
og fara sem fyrst á neyðarmóttöku ef ég vildi líta framhjá þeirri stað-
reynd að 70% kærðra nauðgana eru felldar niður í réttarkerfinu.18
Í lýsingu Þórdísar má jafnframt sjá hvernig ábyrgðin er færð frá körlum til
kvenna. Það er þeirra að vera ekki nauðgað. Ef veruleiki nauðgunarmenn-
ingar er samþykktur er skammur vegur að því að ætla dómstólum þann
hlut sem gert er hér að framan, að endurspegla gildi ríkjandi menningar,
fremur en bjagaða útgáfu þeirra. Það er svo nær óþarft að nefna að gildin
sem þannig speglast í dómskerfinu eru gildi sem standa vörð um hagsmuni
karla. Eins og Diane Johnson vekur máls á í grein er út kom árið 1975,
„The War Between Men and Women“, má lesa aldarlanga sögu félagsvís-
inda og lagalegra umbóta sem furðu misheppnaða tilraun til að betrumbæta
samfélagið, sé á það horft frá sjónarhorni kvenna.19 Johnson ræðir stöðu
kynjamisréttis og ofbeldis um leið og hún lítur um öxl, „lærdómurinn sem
draga má af mannkynssögunni er til þess fallinn að upphefja rétt karla til
að krefjast hlýðni og beita ofbeldi og gera þennan rétt að óumbreytanlegu
lögmáli.“20 Spurningin sem blasir við Johnson er að lokum jafn einföld og
hún er sanngjörn: „af hverju eru yfirráð karla nauðsynleg?“21 Ef litið er til
íslensks samtíma og þeirrar tölfræði sem Stígamót hafa tekið saman bendir
fátt til þess að hægt sé að tala um stórstígar framfarir frá því að Johnson
skrifaði ofannefnda grein. Enn verri sögu er auðvitað að segja sé litið til
ástandsins utan velsældarmúra Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku.
Í ljósi þess að um neyðarástand er skýrlega að ræða er eðlilegt að spyrja,
líkt og Kata gerir, hvort sennilegt sé að karlmenn myndu umbera viðlíka
ofbeldisöldu væru þeir í stöðu fórnarlambsins. Kata er ekki í vafa um að
svarið sé nei:
Ég bað hann að snúa við tölunum, bara nokkrum þeirra: ef einn
af hverjum fjórum drengjum/körlum yrði fyrir kynferðisofbeldi á
ævinni – hvað þá? Ég svaraði fyrir hann:
18 Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, „Af hverju hópnauðgunin í Delhi er ekki sér-indverskt
mál“, Knuz.is, 30. desember 2012, sótt 14. janúar 2018 af https://knuz.wordpress.
com/2012/12/30/af-hverju-hopnaudgunin-i-delhi-er-ekki-ser-indverskt-mal/.
19 Diane Johnson „The War Between Men and Women“, The New York Review
of Books, 11. desember 1975, sótt 9. mars 2018 af https://www.nybooks.com/
articles/1975/12/11/the-war-between-men-and-women/.
20 Sama heimild.
21 Sama heimild.
STRÍð GEGN KONUM